Þarf meira öryggi í Strætó bs.

Þarf stundum að fara með Strætó bs. norður og þá eru bílbelti í vagninum. En stundum vill til að bílstjóri sé að tala í farsíma á leiðinni, sem er alls ekki æskilegt.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkrir ökuníðingar en i þeim vögnum eru engin bílbelti. Ég þekki þetta á leiðum frá Hafnarfirði til Rvk. og frá Mjódd að miðbæ 101, á leið 12. Sumir vagnstjórar keyra mjög hratt á þessum leiðum, þannig að maður er á nálum og heldur sér í næsta sæti fyrir framan. En svo eru líka vagnstjórar sem keyra á viðunanlegum hraða, þannig að maður getur lesið i bók eða dagblaði á meðan ferð stendur. Ég þekki muninn.

Nú fer vorið og sumarið í hönd, og meira af fólki verður á ferðinni, og sérstaklega með börn í för. Það er mikilvægt að öryggi barna sé gætt á akstursleiðum, en hvernig það er gert veit ég ekki. Heilu leikskólarnir og leikjanámskeiðin fara með strætó, t.d. frá Mjódd niður í miðbæ. Sem og foreldrar með ungabörn í vögnum eða kerrum.

Það gengur ekki að strætó fullur af börnum sé í hraðaksri á þessum leiðum. Mikilvægt er að bílstjórar aki hægar. Mér mér var nóg boðið um miðja vikuna á þessari leið: hraðakstur niður Breiðholtsbraut, eins og að bílstjórinn væri að reyna að halda tímaáætlun.

En viti menn: hann staldraði við, við Hrafnistu, af því að hann var fyrr á ferðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband