Barinn á að setja fánann upp aftur

Skv. frétt á Mbl. tóku eigendur American Bar bandaríska fánnann niður vegna þess að þingmenn sem hafa skrifstofur í sama húsi kvörtuðu. Ok. - þetta er íslenskur bar með erlendu heiti. Og þangað koma líklega Íslendingar, Ameríkanar og hreinlega flóran af ferðamönnum.

Það væri bara smart hjá eigendum að setja ameríska fánann upp aftur, ásamt fánum. T.d. að hafa íslenska fánann við dyrnar (stórt eintak), síðan kæmi sá Ameríski (minni) og síðan erlendir fánar, koll af kolli, miðað við þá erlendu gesti sem sækja staðinn. T.d. ef eigendur verða varir við gesti frá Færeyjum, þá þetja þeir færeyska fánann upp, sem og ef gestur frá Íran kemur á barinn, þá verður íranski fáninn settur upp. Þetta er einfalt mál.

Þeir eru með ameríska fánann inni á barnum, og þegar fyllist af fánum útifyrir, geta þeir flaggað fleiri gestafánum innan dyra. 


mbl.is Hafa tekið fánann niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband