12.4.2015 | 22:43
Fólk fer austur f. fjall, og norður, þrátt fyrir slæma spá.
Ég spurði: "af hverju fóruð þið í þessa ferð?" Svarið: af því að við vorum búin á ákveða þetta fyrir löngu. Þetta er brot úr samtali mínu við kunningja sem fór austur f. fjall á laugardag til að skoða sumarhús vinar. Og þeir komust með herkjum í bæinn þegar Þrengslin opnuðust um kvöldmatarleyti: "við fórum á eftir 30 bíla röð."
Ástandið var svo slæmt síðdegis á laugardag, að Strætó bs. felldi niður ferð sína austur fyrir fjall. Margir eru gáttaðir á þessu tíðarfari, þar sem er vel liðið á apríl. Ég hýsti góða kunningjakonu sen býr í Hveragerði sem komst ekki heim til sín á laugardagskvöldið.
Og svo var það Holtavörðuheiðin í dag: margir voru kannski að fara heim úr fermingar- og skírnarveislum. En ég held að fólk leggji upp í ferðir, þrátt fyrir skítsæmilega veðurspá, og býst ekki við illvirði, blindu og ófærð á þessum árstíma.
Þetta var páskahretið sem kom illa við marga þessa helgi. Veður geta verið válind það sem eftir er mánaðarins. En það er allt of mikið um það að fólk haldi upp á heiðar án þess að kynna sér verðurspána.
Búið að opna Þrengslin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.