Bloggari vill breytingar á framhlið Alþingishúss: maður gegn "tengdaföður Evrópu."

Þessi bloggari, Haraldur Sigurðsson, sem er vel menntaður og vinnandi maður og líklega fjölskyldumaður, er ósáttur við merkinguna framan á Alþingishúsinu: sem er merkt Kristjáni IX Danakonungi.

Þessu útliti má alls ekki breyta, því kórónan, og það að Ísland var hluti af Danaveldi, er svo tengt sögu Íslands.

Það hljómar ekki vel að óska þess að búsáhalda-byltingamenn hefðu bara brotið táknið niður á sínum tíma. Á meðan bloggarinn sjálfur hefði setið heima í sófa.

Kristján IX fæddist 8. apríl árið 1818 og varð konungur 1863, til ársins 1906. Eiginkona hans var Louise dóttir Wilhelm frá Hessen. Þau eignuðust 6 börn. Frumburðurinn, fæddur 1843, varð síðar Friðrik VIII. Kristján IX eyddi unglingsárunum í Kaupmannahöfn og hlaut góða menntun, áður en hann varð konungur.

Þetta var rólegur náungi sem tók lífinu alvarlega. Hann náði 87 ára aldri, líklega elsti konungur Dana. Börn hans gengu í hjónaband við einstaklinga sem voru ættaðir héðan og þaðan í Evrópu. Þess vegna fékk Kristán IX viðurnefnið "tengdafaðir Evrópu."

Kristjáns IX er ekki hvað síst minnst fyrir stór konungleg ættarmót, eða bara fjölskylduboða, þar sem börn hans og barnabörn komu í heimsókn til afa og ömmu í höllina í Fredensborg.

Þessi konugur þurfti að súpa ýmsa fjöruna, hvað stórnmál varðar, þegar hann var við völd. En er hann lést 1909, var hann mjög virtur sem konungur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband