1.4.2015 | 00:07
Hversu oft ferðast framkvæmdastjóri Strætó bs með vögnunum?
Í frétt á Mbl. kemur fram að fjögur börn hafi slasast eftir að strætisvagn nauðhemlaði vegna neyðaraksturs slökkvuliðsbíls.
Skv. framkvæmdastjóranum er ekki skylt að hafa bílbelti í vögnum innanbæjar, og að hans sögn keyra flestir vagnar frekar hægt og stoppa oft á ljósum.
Kannski flestir, eða réttara sagt margir, eða nokkrir vagnar, keyra ekki svo hratt. En hvað með vagna sem keyra mjög hratt? Og enginn í bílbelti, ef vagninn þyrfti að nauðhemla.
Mér segir svo hugur um að framkvæmdastjórinn hafi litla sem enga reynslu að vera farþegi í þessum vögnum. Á sumum leiðum aka vagnar ansi greitt, og hef ég kvartað yfir því. En ég á eftir að kvarta yfir standandi farþegum í utanbæjarakstri. Og ég á líka eftir að kvarta yfir einum bílstjóra sem kann ekki að keyra í hringtorgi.
Ætli sé ekki best að ég skrifi framkvæmdastjóranum beint. Hann hefur kannski aldrei tíma til að lesa yfir kvartanir sem koma frá viðskiptavinum, enda fer það allt í gegnum þjónustuverið.
Og yfirleitt eru svokallaðir forstjórar yfirhafnir yfir hið daglega líf þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Þetta eru yfirleitt aðilar sem eru pakkaðir inn í bómull og aka um á rándrýrri einkabifreið sem fyrirtækið skaffar.
Fjögur börn slösuðust í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er magnað að lesa þessa frétt. Það er ekki þörf á öryggisbeltum vegna þess að það er of mikill kostnaður! Hvers konar andskotans rök eru þetta?
Þá sagði forstjórinn að öryggisbelti væru í vögnum sem keyrðu á milli bæja, eru í akstri á þjóðvegunum. EN það mætti þó standa í þeim vögnum!
Í frétt á öðrum miðli sagði þessi maður að hugsanlega væri rétt að setja einhverskonar reglur um akstur strætó, t.d. að þeir mættu ekki aka yfir 80km hraða. Með því væri allri hættu afstýrt. Þekkir þessi maður, sem stjórnar stæðsta fólksflutningafyrirtæki landsins, ekki umferðalög? Veit hann ekki að hámarkshraði vöru- og fólksflutningabifreiða er 80km/klst.?
Í umferðalögum er öllum skylt að nota bílbelti, hvort sem hann ekur um umferðagötu með 30km hámarkshraða eða um þjóðvegi landsins, þar sem hámarkshraðinn er 90km. Jafnvel dæmi þess að lögreglan hafi sektað menn fyrir að vera án bílbeltis við færslu á bíl innan bílastæðis.
Þessi lög eiga við um öll farartæki og engin undantekning gerð frá þeim, nema gagnvart strætó. Hvers vegna er með öllu óskiljanlegt. Hvaða rök eru fyrir því? Er minni hætta á að slasast sem farþegi í strætó en einhverju öðru farartæki.
Þá er einnig skýrt í umferðalögum að bannað er að standa í bifreið á ferð. Og með þetta atrið er eins og hitt, engin undanþága nema fyrir strætó. Fyrir ekki svo löngu síðan voru fólksflutninga á landsbyggðinni boðnir út. Flestir bjóðendur töldu eðlilega að þeir yrðu að miða sitt útboð við umferðalög og gerðu ráð fyrir að allir farþegar fengju sæti með öryggisbelti. Því urðu þeir ekki samkeppnisfærir gegn fyrirtæki sem var undanþegið umferðalögum og nú drottnar strætó yfir flestum farþegaflutningum á landi. Og ekki lækkaði fargald til viðskiptavina við þessa breytingu, þvert á móti.
Forstjórinn sagði einnig öryggi væri að leiðarljósi í öllum farþegaflutningum fyrirtækisins. Sjálfur bý ég út á landi og ek til minnar vinnu að stæðstum hluta eftir þjóðvegakerfinu. Eins og áður segir mega rútur ekki aka hraðar en á 80km hraða. Oftar en ekki hef ég lent í því að vera á 90km hraða þegar strætó tekur fram úr mér. Á þeirri leið sem viðkomandi bíll ekur er mjög algengt að fólk verði að standa, vegna fjölda farþega. Það er skelfileg tilhugsun ef þarna yrði slys. Það er sama hversu öruggur bílstjórinn er, alltaf getur einhver vísvitandi eða óafvitandi ekið framan á þennan bíl. Hugsið aðeins hvað þá myndi ske, strætó á öðru hundraðinu, fullur af fólki og hluti þess standi!
Það á að afnema allar undanþágur strætó frá umferðalögum. Um þetta fyrirtæki á að gilda sömu lög og um alla aðra. Þau rök að þetta sé svo kostnaðaramt eru haldlítil og til skammar þeim sem þau nota!!
Gunnar Heiðarsson, 1.4.2015 kl. 08:54
Varðandi spurninguna í fyrirsögninni hjá þér Ingibjörg, er nokkuð algegnt að forstjórar og stjórnendur almenningsflutninga erlendis sé skylt að ferðast til og frá vinnu með þeim fyrirtækjum sem þeir stjórna. Það má vel hugsa sér slíka skyldu hér á landi.
Gunnar Heiðarsson, 1.4.2015 kl. 09:03
Gunnar Heiðarsson, hámarkshraði fólksflutningabíla er 90 km/klst en ekki 80 km/klst eins og þú fullyrðir. Þannig mega rútur og strætó keyra á 90 þar sem það er leyfilegur hámarkshraði. Hins vegar er 80 km/klst hámarkshraði fyrir flutningabíla og alla þá bíla sem draga kerrur, hjólhýsi eða annað "dragelsi".
Svo er það rangt sem framkvæmdastjóri Strætó segir að það séu belti í öllum þeirra bílum sem aka á milli bæja. Ég hef aldrei séð öryggisbelti í strætisvögnum sem aka á milli bæjanna Reykjavíkur, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
Og að sögn framkvæmdastjórans "...keyra flestir vagnar frekar hægt og stoppa oft á ljósum". Flestir strætisvagnastjórar keyra yfirleitt langt yfir hámarkshraða og daglega sér maður þá aka yfir gatnamót og gangbrautir á móti rauðu ljósi þótt þeir stoppi kannski líka oft við umferðarljós.
corvus corax, 1.4.2015 kl. 13:01
Sæll Gunnar, það ætti að skylda forstjóra Strætó bs. að ferðast með vögnunum, til að átta sig á þessu umhverfi sem strætisvagnastjórar og farþegar lifa og hrærast í.
Er sammála öllu í þinni umræðu um þessar opinberu samgöngur.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.4.2015 kl. 00:18
Verið getur, Corvus Corax, að ég fari með rangt mál gagnvar rútum, að hámarkshraði þeirra sé 90km/kls. Það eru orðin nokkuð mörg árin síðan ég tók það próf, en man þó vel að hámarkshraði vörubíla er 80km/klst. Allt fram yfir aldamótin voru flestar rútur hér á landi byggða á vörubílagrindur, stundum gamlar. Það skýtur því skökku við í umferðalögum ef einungis má aka á 80 með malarfarm, en þegar sama bíl hefur verið breytt í rútu og fer að flytja fólk, þá hækki hámarkshraðinn. En eins og áður segir er langt síðan ég tók próf á rútu.
En hvað sem því líður, þá skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli fyrir standandi farþega hvort ekið er á 80 eða 90km/klst, ef slys verður. Hann er jafn dauður. Og svo hin staðreyndi, að flestir bílstjórar aka langt yfir hámarkshraða, hvor sem hann nú er. Þetta gera þeir ekki endilega vegna þess að þeim þyki það gaman eða töff, heldur einfaldlega til a reyna að halda áætlun, sem bílstjórarnir hafa lítið um að segja.
Hitt er svo staðreynd að Strætó bs fær undanþágur frá umferðalögum. Það getur varla nokkur maður samþykkt að slíkt sé við hæfi. Þetta fyrirtæki, eins og allir aðrir hér á landi, á auðvitað að hlíta umferðalögum.
Gunnar Heiðarsson, 2.4.2015 kl. 10:00
Aðalatriið er farþega líði vel í akstri Strætób bs. En það er ekki allraf þannig. Sumir keyra allt of hratt, og of hraður akstur kemst ekki til skila til yfirstjórnar, vegna þess að enginn kvartar.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.4.2015 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.