Í frétt á Mbl. segir að ýmsir farfuglar séu fyrr á ferðinni. Það er ekki eins og að veðurfarið sé svo gott hér á suðvesturlandinu nú, enda er vorið seint á ferðinni. Það væri áhugavert að heyra álit fuglaáhugamanna varðandi það að fuglar eru fyrr á ferðinni í ár.
Hef verið að gefa fuglum brauð- og matarafganga yfir veturin og vorið í mínu hverfi. Í fyrra sá ég frstu sílamávana 3 apríl og í ár 25. mars.
Sílamávurinn er áberandi fugl á höfuðborgarsvæðinu og mig grunar að sömu fuglarnir komi hingað ár eftir ár. Fyrir nokkrum árum var hann ágengur við Pylsuvagninn í Laugardal. Ástæðan er að það eru nánast engin fiskvinnslufyrirtæki hér lengur, þangað sem mávurinn getur leitað ætis.
Ég er ekki mjög fuglafróð, en ég tók eftir því í hitteðfyrra, að í september, þá hætti ég að heyra mávagarg. Málið er, að mávurinn yfirgefur landið í september og kemur til baka í mars.
Það eru fleiri en ég greinilega, sem eru ekki nægilega fróðir um fugla, en ég las tvær bækur í fyrra þar sem mávar voru að krafsa í matarafganga í Reykjavík um hávetur. Þetta var í bók eftir Yrsu (sem gerist á Grænlandi) og bókinni Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson.
Ég hef allavega aldrei séð máva á ferð í Reykjavík í desember, leitandi að æti.
En, sem sagt, mávurinn er mættur á svæðið, ásamt fleiri fuglum. Og þar sem tíðin er ekki góð (kalt og ennþá að snjóa) er tilvalið að gefa fuglum matar- og brauðafganga.
![]() |
Fuglarnir smám saman fyrr á ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.