26.3.2015 | 01:26
Sumir vilja vera fyrstir með fréttirnar
eins og fréttin á Mbl. segir til um: "Flogið viljandi á fjallið? sem er frétt tekin upp af CNN. Þetta hljómar eins og dæmigerð amerísk samsæriskenning. Og jafnvel BBC hefur tekið þetta upp, en ekki í smáatriðum eins og Mbl.
Mér finnst undarlegt að einstaklingur sem á aðild að rannsókninni, komi fram með upplýsingar um orsök þessa flugslyss á eigin spýtur. Annað hvort vill viðkomandi vera fyrstur með fréttirnar og leika hetju eða að þetta sé samsæriskenningarsmiður. Það virðist engin virðing ríkja gagnvart aðstandendum þeirra sem létust í slysinu með því að birta svona frétt. Að mínu mati eiga aðstendur fyrstir að fá að vita hvað orsakaði dauða fórnarlamba flugslyssins.
Halldór Jónsson bloggaði um þetta flugslys samdægurs, 24.3. (Airbus) segir meðal annars:
"Airbus er ekki Boeing. Airbus virðist detta úr loftinu oftar en Boeing." ... og svo framvegis. Hvet lesendur að lesa það.
Ég skrifaði eftirfarandi athugasemd við bloggið hans Halldórs:"Sammála þér Halldór, ég hef einmitt tekið eftir því undanfarin ár, þegar um stór flugslys er að ræða, að þá er það Airbus þota sem á í hlut. - Mig langar ekki að fljúga með Airbus-þotu.
Var að fylgjast með umræðuni í gær og í dag á Sky News og France 24. Þar kom fram að þessi vél væri mjög tæknivædd/tölvuvædd- og örug ... Mér leist ekki á þetta með tækni/tölvur varðandi vélina. Tölvukerfi eiga það til að klikka og jafnvel detta út. Það veit ekki á gott ef ekki er hægt að handfljúga flugvél svona yfirleitt, og hvað þá þegar tölvukerfið dettur út.
Þetta er spurning um hvort hönnun flugvéla og/eða hvernig þeim er stýrt, sé komin fram úr sjálfri sér.
Talvan hjá manni frýs stundum, eða jafnvel hrynur, eins og sagt er. Þá þarf að endurræsa og jafnvel gera einhverjar ráðstafanir. Og sem betur fer, situr maður heima, á jörðu niðri. En það er dýrkeypt að tölvutæknin taki alfarið yfir flugvélar, sem ekki er hægt að handstýra þegar kerfið hrynur."
Einmitt, þegar talvan frýs heima í sfofu, þá hreinlega tekur maður til hendinni og reynir sjálfur að lagfæra ástandið HANDVIRKT, sem virkar í flestum tilfellum. Ef ekki, þá á maður kost á að LABBA með tölvuna út í bíl og setja hana beint í viðgerð.
Flogið viljandi á fjallið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg,
Mér vitanlega er ekkert fleiri flugslys með Airbus en Boeing. Bæði þessi fyrirtæki eru með mjög öruggar vélar. Það er ekki við flugvélarframleiðanda að sakast að mannleg mistök eða mannlegar gerðir valda slysum eins og virðist vera rauning núna, var mjög líklega raunin með flugvél Mailasian Airlines sem týndist (Boeing 777) og vissulega með vélina sem var skotin niður yfir Ukraínu (Boeing 777). Flugvélin sem fór í Atlantshafið um árið (Airbus) var með bilaða skynjara sem gaf flugmönnunum rangar upplýsingar, sem þeir áttuðu sig ekki á að voru rangar.
Hvað tölvukerfi varðar þá hef ég unnið með tölvur í hátt í 30 ár og það er ekki auðvelt að vera án þeirra nú til dags. Það eru t.d. 14 tölvur í Subaru Impreza 2010 bílnum sem við eigum. Sama á við um aðra bíla og sjálfsagt enn meira núna. Nánat öll raftæki hafa einhvern tölvubúnað innbyggðan, hvort sem það er eldavél, örbygjuofn, brauðrist eða þvottavél. Í flugvélum er margfalt öryggi innbyggt þannig að ef eitthvað bilar þá er annað sem getur tekið yfir.
Svona til glöggvunar þá fann ég þennan lista yfir flugslys í Evrópu síðan 1974. Þar er reyndar fróðlegt að þetta er fyrsta Airbus vélin sem hrapar í Evrópu. Megnið hafa verið Boing og McDonnell Douglas og svo ein Tupolev og ein Concorde.
http://timelines.ws/subjects/Aircrashes.HTML
http://www.cnn.com/2015/03/24/europe/recent-europe-crashes/index.html
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_accidents_and_incidents_involving_commercial_aircraft
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 26.3.2015 kl. 03:24
Þetta er rétt hjá þér Arnór. Eftir að hafa séð tölur um flugslys, þá eru Airbus þotur ekki í meirihluta miðað við aðrar flugvélategundir sem hafa farist. Takk f. að benda á þetta.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 27.3.2015 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.