24.3.2015 | 01:53
Vertu kúl beibí, gagnvart þessu bloggi, plís
Það er geggt gaman að lesa um upplifun erlendra á íslensku. En þegar Ísland heyrði undir danska krúnu, var dönskukunnátta hér mun meiri og Íslendingar slettu út í hið óendanlega. Minnir að þetta komi vel fram í leikritinu "Maður og kona."
Sænskur málvísindamaður hefur rannsakað íslensk tökuorð, skv. fréttinni.
Fólk er rosalega kúl gagnvart slettum og lánsorðum í íslenskri tungu. A.m.k. nota allt of margir viðmælendur í viðtölum á ljósvakamiðlum slettur, sérstaklega enskuslettur. Þrátt fyrir að til eru orð á íslensku yfir heitið eða fyrirbærið.
Mér finnst það óvirðing við hlustendur/áhorfendur á ljósvakamiðli þegar viðmælandi slettir. Ekki nærri allir hlustendur skilja t.d. ensk orð sem viðmælendur nota. Stjórnmálamenn eru með þeim verstu.
Plís, viðmælendur: talið pjúra íslensku þegar þið komið í viðtöl. Það er nefnilega kúl að vera góður í sínu tungumáli: íslenska er íslenska og enska er enska.
Rannsakaði kúl, beibí og plís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.