Er hægt að spá fyrir um veturinn?

Frægastur á Íslandi er hópur frá Dalvík sem les í innyfli búpenings, en hef ekki heyrt af þeim nýlega.

Nýverið las ég gamla bók um dulsagnir og ein frásögnin ber heitið "Merkisdagur." Maður að nafni Jón var ráðsmaður í Múla í Biskupstungum fyrir og eftir aldamótin 1900. Hann hugsaði mikið um veðrið eins og títt var, og var eftirtektarsamur.

Guðlaug Sæmundsdóttir var alin upp á þessum bæ og hafði komið þangað á þriðja ári og þekkti Jón vel. Hún dvaldist þar fram yfir tvítugt og eftir að hún fluttist þaðan og nokkrum árum eftir lát Jóns dreymdi hana að hann kæmi til hennar hugsandi á svip og mælti:

"Taktu nú eftir því, að síðasti miðvikudagurinn í október er fyrsti miðvikudagur í vetri - og eftir honum fer veturinn." Guðlaug hafði ekki hugsað út í þessa reglu fyrr, en fór að fylgjast með og hafði oft þótt veðurfarið ganga eftir veðurfari þessa dags.

Einmitt. Mér finnst þessi frásögn áhugaverð og fór t.d. að velta fyrir mér hvernig síðasti miðvikudagurinn í október 2014 hafi verið, hér í Reykjavík. - Það var 29. október: sól, kalt, en mjög gott veður, að mínu mati.

Í vetur hefur einmitt verið frekar kalt hér á höfuðborgarsvæðinu og þessi 29. okt. hefur einmitt endurspeglað þó nokkra daga undanfarið, sem eru kaldir, sólríkir og logn hefur verið til staðar.

En vissulega þarf að fylgjast með síðasta miðvikudegi í október í langan tíma, til að komast að raun um hvort regla Jóns ráðsmanns fær staðist.


mbl.is Kaldur og umhleypingasamur janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband