31.1.2015 | 20:32
Ekki skrýtið - enda spurning um hver á að þrífa?
Eða réttara sagt: hver á að vinna í öllum hótelunum sem verið er að byggja þessa stundina. Það þarf vinnuafl til að þrífa þetta.
Þessi spurning vaknaði hjá mér um daginn, eftir að hafa horft á hinn mikla hótelturn sem er að rísa bakvið turninn í Borgartúni.
Margir Íslendingar eru á atvinnuleysisskrá, og margir þeirra duttu út af henni um áramótin. Margir eru atvinnulausir.
En samt velti ég fyrir mér, hvernig hægt verði að manna öll nýju hótelin sem verið er að reisa hér á landi. Kannski er Ísland einmitt aðdráttarafl erlendra innflytjenda til þess að þrífa í núverandi uppgangi túrsismans.
Innflytjendur halda uppi íbúafjölguninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Ef að það er raunin verða þeir líka atvinnulausir eftir að ferðamannabólan springur í tætlur.
Málefnin (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 22:24
Einmitt, þeir sem verða ráðnir til að þrífa hótel, hvort sem um er að ræða innlent eða erlent vinnuafl, þá missir fólk vinnuna þegar niðurfall verður.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.2.2015 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.