Reyklaus strætóskýli, er það raunhæft?

Auðvitað er bannað að reykja á almannafæri. Strætóskýli ekki undanskilin. En þeir sem þurfa að bíða eftir strætó í skýlum finnst þeir ekki vera innandyra í þessum skýlum, sem halda hvorki vatni né vindi. Og sumir kveikja sér í rettu á meðan biðinni stendur, og ganga ekki út fyrir skýlið, af því að þeim finnst þeir séu utandyra.

Mér finnst mikilvægara að Strætó bs. einbeiti sér að endurnýja strætóskýli, þannig að þau veiti verðugt skjól þeim sem bíða, áður en ráðist verður í átak gegn reykingafólki á biðstöðum, sem er í miklum minnihluta m.v. við þá sem þurfa að híma í ömurlegum skýlum sem voru sett upp hér í anda EES þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri, og allt hér á landi miðaðist við að við gengjum í Evrópubandalagið.

 


mbl.is Strætóskýli verði reyklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband