12.1.2015 | 23:05
Vantar ekki eitthvað í öryggisflóru Strætó bs?
Samkvæmt fréttinni eru "ný og endurbætt farþegasæti" í nýju vögnunum sem Strætó bs. hefur fest kaup á. Þar kemur ekki fram hvort sætin hafa öryggisbelti.
Á sumum leiðum Strætó, þar sem ég hef verið farþegi, keyra bílstjórar allt of hratt, og hef ég kvartað til fyrirtækisins vegna hraðaksturs bílstjóra. Aukið öryggi felst í bílbeltum, en það er ekki nægilegt ef bílstjórar AKA OF HRATT.
Hef ég sérstaklega áhyggjur af foreldrum með ungabörn, sem taka sér far með þessum hraðaksturs-bílstjórum; þeir taka barnið sitt yfirleitt úr kerrunni og halda á því. Og engin eru bílbeltin.
Öryggismyndavélakerfi verndar hvorki foreldri né barn í hraðakstri.
Bílstjórarnir vinna undir gífurlegu álagi og eiga að skila sínum vagni á réttum tíma á hverri stoppustöð, en á álagstímum seinkar þeim og þess vegna lenda farþegar í hraðakstri. Það er ekkert öryggi í því, þrátt fyrir myndavélakerfi og aðrar græjur.
Síðast í kvöld tók ég strætó sem var á seinkun og ég þurfti að ríghalda mér í næsta sæti til að halda sjó í akstrinum. En við venjulegar aðstæður, þegar bílstjóri keyrir bara eins og maður, get ég lesið í rólegheitum á leiðinni.
Nýjir strætisvagnar þjóna engum nýjungum, nema þeir hafi bílbelti og vagnstjórar keyri á eðlilegum hraða.
Strætó með fullkomnum myndavélabúnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.