Áramótakvöldverður í rúst eftir sprengjuslys - Er ekki kominn tími til að ...

... breyta? Þetta datt mér í hug eftir af hafa lesið fréttina þegar áramótaterta sprakk í loft upp á Bergstaðastrætinu á gamlárskvöld. Rúður brotnuðu, glerbrot lentu á matarborðinu og mildi að ekki yrði stórslys á fólki, börnum og fullorðnum.

Íbúar götunnar eiga alla mína samúð.

Þetta atvik fær mig til að íhuga að benda borgaryfirvöldum á að leggja algjört bann við að íbúar sprengi rakettur, tertur og annað stórtækt í íbúðagötum, eða annars staðar þar sem húseignir eru til staðar. Lágmark stjörnuljós.

Ef íbúar vilja sprengja upp dót, að þá væri það sterkur leikur fyrir borgina að setja reglugerð um að ekki megi sprengja í íbúðagötum etc. en tilgreina ákveðin opin svæði þar sem má sprengja á gamlárskvöld.

Margir fara á ákv. opin svæði til að sprengja, en allt of margir fara bara út á götu hjá sér og sprengja þar, eins og enginn sé morgundagurinn.

Þar sem ég þekki til, eru íbúar ekki sáttir við að vera fjarverandi á gamlárskvöld, þar sem mikið er sprengt upp í götunni.

Ég sjálf er ekki sprengjudellu kelling, þó að ég væri alveg til í að kveikja á þráðum á gamlárskvöld, en það er aðöallega sparnaður og hagsýni sem heldur aftur af mér.

En nýjasta nýársheiti nitt verður að vinna í því að leggja það til við borgina, og borgarstjóra, að bannað verði að sprengja upp í heimagötum á gamlárskvöld.


mbl.is „Eins og kjarnorkusprengja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

löngu tímabært.

Og biðja björgunarsveitir og aðra sem eru að flytja inn þessi 500 tonn af hreinu rusli og mengun - að hætta því. Þessi flugeldasala björgunarsveitanna er rugluð tímaskekkja og við getum alveg stutt þær án aðkomu flugelda. Þetta svakalega magn mengunar sem losuð er á klukkutíma er meira en siðuð þjóð með snefil af sómakennd getur verið þekkt fyrir. Mengun og slysahætta hlýtur að verða til þess að sveitastjórar á stórrvk svæðinu með bein í nefinu taki málið upp á þessu ári.

jón (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 07:07

2 Smámynd: Sólbjörg

Til að finna góðar lausnir og skapa framfarir þarf meira en að rjúka til og  ákveða í hraði að það eigi að hætta eða banna allt um leið og eitthvað kemur upp á. Flugeldarnir á Gamlársdag eru mikið tilhlökkunarefni þúsunda fólks, sérstaklega barna og unglinga. Spenningurinn og gleðin er mikil og sameingarstund fjölskyldna og vina að auki eru flugeldarnir orðnir hluti af menningu og hefð þjóðarinnar. Hlíðargleraugun eru orðin almenn og aðgæsla fólks  mikið meiri en áður var. Innflytendur þurfa eflaust að framvísa gæðavottorði um framleiðandann, þannig ætti það að vera ef svo er ekki. Mengunin er ekki brotabrot til að tala um þessa klukkustund um miðnætti sem aðalfjörið stendur yfir. Flugeldar eru til gleði og halda björgunarsveitum landsins uppi.

Sólbjörg, 2.1.2015 kl. 09:18

3 identicon

Sólbjörg, þetta er hundgamall ósiður, sem þar að auki er kominn úr böndunum. Alkinn hlakkar líka til að fara á fyllerí, svipað og börnin sem hlakka til að skjóta, án nokkurrar hugsunar um hvað hávaðinn skaðar fugla- og dýralíf mikið, brennisteinsmengun sem rennur til sjávar um niðurföll, að ógleymdu því hvað þetta er svívirðilega dýrt auk slysahættu og hvað þessi sívaxandi og yfirgengileg hávaði er öldruðu fólki mikil raun. En auðvitað er þörfin fyrir að skemmta sér tekin fram yfir þarfir annarra til að  unna sér svefns og friðar.

jón (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:24

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Jón og takk f. stuðninginn. Ég ætla að vinna í þessu máli á komandi ári 2015. Í dag, Fréttablaðinu 2. jan biður deildarstjóri umhvefis- og úrgangsstjórnunar hjá borginni um að fólk leggi sér lið í að hirða upp eftir sig sjálft flugeldaleifar.

Ekki undarleg beiðni: þar sem fólk skýtur upp í húsagötum, gentgur það til síns heima eftir skotgleðina. Ég skil kannski alveg að fólk er ekki tilbúið að taka volga kassana undan skotköknum þarna strax um kvöldið, en þaðö að þetta fólk komi daginn eftir og hreinsi upp eftir sig daginn eftir er álíka sjaldgpæft og að unglingur í vinnu á veitingahúsi geti ekki þrifið klósettið eða að viðkomandi vaski ekki upp eftir sig þar sem hann/hún er gestkomandi: af því að þau halda að einhver annar geri það!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.1.2015 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband