Pósturin fær 10 prik frá mér!

Ég sendi stóran pakka með jólagjöfum til Akureyrar s.l. mánudag, 22. des. Ég hef svosum enga stóra afsökun f. að senda jólagjafirnar svona seint þangað norður. En mér leist ekki á blikuna: Öxnadalsheiðin var lokuð fram á næsta dag. Póstbíllinn hefði átt að koma til Akureyrar kl. 6 næsta morgun, en hann kom ekki fyrr en um miðjan dag, 23. des.

Heyrði svo í fréttum 23. des. að þeir væru á fullu þanrna f. norðan á Akureyri að keyra út jólapóstinn, og að þeir hefðu verið með 11 bíla í útkeyrslu á pósti.

Úff, vonandi kæmist minn pakki tíl míns fólks fyrr jól! Svo fékk ég símtal. Pakkinn hafði borist þeim um kvöldmat, en ég setti hann í póst daginn áður kl. 15.30. Pósturinn stendur fyrir sínu, hann fær 10 hjá mér í þessari atrennu.


mbl.is Pakkar urðu eftir í Danmörku og Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband