Ég segi bara slæmt ástand fyrir gangandi vegfarendur!

Þessi frétt Mbl. um "Skelfilegt ástand í hliðargötum" er vitnun í mann sem keyrir jeppa. Verið er að væla undan ökumönnum sem hafa fest bíla sína í djúpum holum o.s.frv.

Það fer lítið fyrir fréttum af færð í bænum m.t.t. gangandi vegfarenda. Götur er ruddar og þá myndast hrókar eða hvað sem þetta heitir. Þannig að efitt reynist að stíga út úr og inn í strætisvagna. Aðkoma að gangbrautum og að húsum er í mörgum tilfellum skelfileg. Ég vorkenni ekki jeppamönnum að fara hér um, en gangandi vegfarendur eru að lenda í hremmingum vegna hálku og snjóhrauka við aðalbrautir sem erfitt er að stíga yfir.


mbl.is Skelfilegt ástand í hliðargötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í samfélagi sem dýrkar einkabílinn út yfir öll skynsemismörk,kemst svona frétt í fjölmiðil, án gagnrýnnar hugsunar blaðamannsins sem svarar athugasemdalaust kvörtunarsímtali frá ökumanni sem hefur verið "leikinn grátt" á ósléttri götu fyrir utan blokkina sína.

Blaðamaður með örlítið vit í kollinum, hefði ekki skrifað upp orð af þessu væli í fullhraustum manninum. 

jón (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hann var með leiðinda kvef og hóstaði nokkrum sinnum í viðtalinu. Fullhraustur?  Hann hefði líklega verið inn á gjörgæslu ef ekki væri þetta verkfall lækna.

Guðmundur Pétursson, 21.12.2014 kl. 03:52

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sælir Jón og Guðmundur, ég og aðrir gangandi vegfarendur sem höfum staulast út út í strætó undanfarna daga til að koma jólapökkum í póst og til að versla aðeins í Bónus fyrir jólin, röflum aðallega okkur á milli um "helvítis" færðina.

Þegar ég staulaðist út í strætó í dag mætti ég nágrannakonu en hún státaði af, hvað heitir þetta nú, ég hélt að hún væri bara á innitöfflum, já, hún hafði fengið sér mannbrodda. Gott framtak. En það sem skvísan klikkaði á, var að fara bara út í frostið á stuttun leggings og henni var kalt á leggjunum.

Þetta minnir mig bar á þegar bílstjóri heldur af stað eitthvað út úr bænum, án þess að skoða veðurspána áður en hann leggur í'ann.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.12.2014 kl. 23:47

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Jón, þetta eru orð í tíma töluð. Við búum á einkabílaöld. Og við hverju eigum við að búast: ekkert nema væri í einkabílaeigandanum!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 27.12.2014 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband