16.12.2014 | 23:06
Kastljós í kvöld - Forstjóri Vegagerðar eins og álfur út út hól
Hvað hefur þessi maður í laun á mánuði? Í viðtali við starfsmenn Kastjóss virkaði hann eins og að hann væri bara smá peð í einhverju ríkisapparati í stað þess að standa undir nafni sem 'forstjóri' með yfirsýn yfir starfsemi Vegagerðarinnar.
Viðkomandi sagðist vita lítið um ... já hann vissi bara lítið sem ekkert.
Hann er á launum hjá ríkisfyrirtæki og þiggur laun frá okkur skattborgurunum. Fyrir hvað? Að vita ekkert hvað er í gangi í stofnuninni? Þannig að kannski að bullandi spilling fái að grassera á meðan að maðurinn er bara í einhverjum forstjóraleik?
Þetta er einfaldlega spurning um hvort hann taki pokann sinn srax eða reyni að þreyja þorrann næstu tólf mánuði eða svo í anda fyrrverandi innanríkisráðherra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.