´Nýbúar - Taka 6 - Jólamatur pólskra og portúgalskra

Hitti í dag, laugard. 6. des., póska konu sem ég er málkunnug. Kynntist henni fyrst fyrir 6 árum hér á landi og vissulega hefur henni farið fram í íslenskunni á þessum árum, enda útivinnandi.

Spurði hana hvað hún og hennar fjölskylda hefði í matinn á jólum, t.d. 24. des. Svarið var: fiskur.

Ég fór ekki útí nánari spurningar varðandi hvernig fisk eða uppskriftir. En á örugglega eftir að spyrja nánar út í þetta fiskidæmi við betra tækifæri.

Árið 2010 spurði ég annan nýbúa sömu spurningar. Sá kunningi minn er frá Portúgal. Svar hans var: saltfiskur.

Mér finnst ég fá smá kjaftshögg þegar ég fæ svör um að fiskur sé í jólamatinn hjá fólki. Þetta er vissulega ólíkt hefðum okkar sem erum alin upp hér á landi. En mér finnst skemmtilegt að spyrja nýubúa um þeirra jólahefðir.

Á morgun veit ég að ég á eftir að hitta fleiri núbúya og ætla að spyrja þá um hvað þeir hafi í matinn á jólum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ London Lamb.

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 17:09

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ, takk fyrir upplýsingarnar. Sumir nýbúar halda sínum "fiski" hefðum, en aðrir byrja að borða kjöt um jólin. En við Íslendingar borðum oft fisk í forrétt á jólum og svo kjöt í aðalrétt. Það er hamborgarahryggur, londonlamb, kjúklingur eða hangikét. Það er ekkert eitt rétt, sem fólk borðar hér á Íslandi á jólum, sem betur fer!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 18.12.2014 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband