5.12.2014 | 23:35
Brynjar hlær og ég hló
Ég horfði á viðtalið við Brynjar, og ég hló mest allan tímann. Verst þótti mér að kallinn þurfti alltaf að þurrka tárin úr augunum. Milli hláturskasta. Það merkir að hann þjáist af kalíumskorti. Og ætti að borða meira af grænmeti (epli, paprikur), eða kaupa sér flösku af eplasafaediki og blanda því útí vatn.
En svona hláturskast, sem Brynjar fékk í viðtalinu, og þau hlátursköst sem áhorfendur fá við að horfa, má líkja við að fara í einhverskonar heilun eða afslöppun.
Þegar maður kemur hingað inn á mbl.is er maður brynjaður einhvers konar neikvæum tilfinningum, og tilbúinn í slaginn til að gagnrýna hvaðeina, hér á blogginu eða annars staðar.
Hláturskast er góður kostur til að losa um spennu og sjá jákvæðu og spaugilegu hliðarnar á málunum.
Það lenda allir í því að hlæja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.