3.12.2014 | 23:41
Nýbúar - Taka 5
Afgreiddi konu um daginn á markaði þar sem ég er stundum að vinna, og litla telpan hennar beið á meðan stillt og prúð.
Eftir að afgreiðslu lauk og mamman fór að tala við þá litlu, á pólsku, þá rann það upp fyrir mér, að við svokallaðir "Íslendingar" erum ekki einir á báti að teljast til "Íslendinga."
Þessi unga kona sem talaði lýtalausa íslensku við mig, hm... ég hélt einfaldlega að hún væri bara íslensk. Íslensk hvað?
Ok, nýbýi með íslenskan ríkisborgararétt og það sem hún hefur fram yfir mig, og okkur hin, er að hún er tvítyngd. Talar bæði íslensku og pólsku lýtalaust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.