28.11.2014 | 22:42
Er nokkuð veður til að kveikja á Oslóartrénu á sunnudag?
Mér datt þetta í hug eftir að hafa fylgst með veðurspánni í gær og í dag: skítaveðri og vindi er spáð síðdegis á sunnudag. Er einhver grundvöllur til að stefna íbúum niður á Austurvöll til að horfa á fjúkandi jólatré, og hafa skemmtiatriði í stormi?
Vonandi sjá borgaryfirvöld til þess að athöfninni verði frestað til næsta mánudags, eða næsta sunnudags, eða hreinlega flýta athöfninni til morguns, laugardag, þar sem að spáð er skaplegu veðri á morgun.
Það verður amk spennandi að sjá hvernig og hvenær verður kveikt á Oslóarténu.
Vonskuveður á sunnudag og mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.