Geta konur fætt ef ljósmóðurin kemst ekki í tölvuna?

Jú, auðvitað geta konur fætt, þó að ljósmóðurin komist ekki í tölvuna. Það vitum við, enda hafa börn fæðst í sjúkrabílum og annars staðar á leið á fæðingardeildina.

En ég ræddi þetta við samstarfskonur mínar í vikunni, eftir að hafa lesið um tölvubilun Landsspítalans. Og í fréttinni segir að bilunin hafi haft "áhrif á alla starfsemi spíalans."

Ef þjóðin er orðin ofurháð tölvum og rafmagni, þá fer illa þegar þetta tvennt klikkar.

Ljósmæður til forna tóku á móti börnum eins og herforingjar, og  yfirleitt gekk allt vel, þó að aðstæður væru oft skelfilegar. En ég býð ekki í það, að ef tölvukerfi virki ekki á fæðingardeild, eða netið niðri, að ljósmóðir geti ekki sinnt starfi sínu: taka á móti barni.

Hvað væri vændamálið? Þyrfti ljósmóðir að fletta upp einhverju, t.d. hvað verðandi móðir ætti að vera komin í útvíkkun m.v. ákveðinn tíma?

Ég hef áhyggjur af því að ef starfsfólk almennt geti ekki lært utanað ákveðar upplýsingar, og þurfi að fletta öllu upp í tölvum, að þá getur farið illa, þegar það kemst ekki í tölvuna.

 

 

 


mbl.is Alvarlegasta bilun í 8 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband