Hraðakstur strætóbílstjóra á Öryggisdögum Strætó og VÍS

Mig hefur oft langað til að kvarta undan hraðakstri bílstj. hjá Strætó, á ákveðnum leiðum. Lét verða af því áðan. Af því að ég tók strætisvagn í dag, og bílstjórinn ók mjög hratt. En það vill svo til að nú standa yfir "Öryggisdagar Strætó og VÍS, skv. vefsíðu Strætó. Svona "öryggisdagar" virðast ekki hafa áhrif á ákv. harðsvíraðan bílstjóra sem fílar það að stíga á pinnann.

Það er mjög óþægilegt að sitja í strætisvagni sem keyrir á ofsahraða. Og mér hefur stundum ekki litist á blikuna þegar t.d. ung móðir kemur með barn í kerru inn í vagn. Tekur barnið úr kerrunni og heldur á því, í strætisvagni sem ekur svo á miklum hraða. Mín tilfinning er sú, að betra sé að barnið sé bundið í kerrunni í vagninum.

Ef einhver sem les þetta blogg, og sem tekur strætó, og verður var við hraðakstur eða undarlegt háttalag í akstri, þá hvet ég hinn sama að hafa samband við Strætó.is og láta vita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband