Horfir þú mikið til himins?

"Frakkar leita fljúgandi furðuhluta" er frétt sem vakti athygli mína, en ég hef áhuga á þessum fyrirbærum. Og þegar ég smellti á þessa fyrirsögn á mbl.is kom allt önnur fyrirsögn á fréttina, sem sagt. "Í Frakklandi horfa menn til himnanna." Ég spyr: hvaða himna? Er ekki bara einn himinn? Áhrifaríkari fyrirsögn væri t.d.: "Frakkar horfa til himins."

En ég hvet þann sem skrifar þessa frétt að koma með meira af álíka fréttum, enda gert allt of lítið af þessu í íslenskum fjölmiðlum. En í fréttinni segir að Geipan sé eina teymið í Evrópu sem rannsakar fljúgandi furðuhluti á kostnað hins opinbera.

En mig grunar nú að þetta sé rannsakað í fleiri löndum, þó að ríkisstjórnir viðurkenni það ekki opinberlega.


mbl.is Frakkar leita fljúgandi furðuhluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband