Nýbúar - Taka 4 - Skrýtin íslensk nöfn

Þegar ég var unglingur, hitti ég jafnöldru, og í spjalli okkar tjáði hún mér að systir hennar héti Ellisif. Hafði aldrei heyrt þetta nafn áður og fannst nafnið skrýtið.

Þessa dagana er ég er alltaf að hitta og kynnast nýbúum. Nöfn þeirra hljóma framandlega í mínum eyrum: Soria, frá Jórdaníu), Schnesia frá Júgóslavíu. - Ég varð að læra þessi nöfn utanað til að muna þau. Það eina sem bjargaði til að muna seinna nafnið var að tengja það við "Snæsa" sem er afbakað af  Snædís.

Í dag hitti ég unga stúlku, sem tók við af mér á vaktinni, og þegar ég spurði til nafns, nefndi hún nafn sem ég hafði aldrei heyrt áður. Og nafnið fór inn um annað eyrað og út um hitt (af því ég hafði ekki rænu á því að skrifa það niður). Og af því að nafnið var framandi, þá fattaði ég auðvitað að stúlkan var nýbúi, þó að hún talað lýtalausa íslensku.

Ég tjáði henni að mér fyndist nafnið skrýtið, og spurði: "Ertu fædd hér á Íslandi eða aðflutt?" Stúlkan sagðist vera aðflutt. - Aðspurð sagðist hún vera frá Lettlandi. Ég sagði við hana að líklega fyndist henni einhver íslensk nöfn vera skrýtin. "Jú" sagðí hún og nefndi nokkur nöfn.

Þar á meðal nöfnin Sædís og Hersir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góð blogg hjá þér, Ingibjörg - Góðar, greinagóðar og vel skrifaðar pælingar / hugleiðingar hjá þér sem þægilegt er að lesa.

Már Elíson, 17.10.2014 kl. 23:36

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta. Ég reyni að stramma mig af, þ.e. hafa hvert blogg ekki of langt. Ég held að það sé komið inn í undirmeðvitundina hjá mér að skrifa ekki langlokur, eftir að hafa lesið bloggin hans Jónasar Kristjánssonar. Hann er til fyrirmyndar í svona blogg-skrifum!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 25.10.2014 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband