14.10.2014 | 00:38
Ekta vambir til sölu - nauðsynlegt framlag í slátursölu
Fyrir þá sem taka slátur er nauðsynlegt að hafa aðgang að náttúrulegum vömbum. Ef hætt verður að selja þessar vambir, týnist kunnáttan við að útbúa þær til sölu, sem og kunnáttan við að nota þær við sláturgerð, þ.e. sníða og sauma.
Þegar ég hef tekið slátur hef ég reyndar ekki verið nógu dugleg að nota náttúrulegar vambir, en það kemur til af því, að þegar ég tók mikið slátur á sínum tíma, þá dugðu vambirnar ekki sem fylgdu með. Ef ég t.d. vildi útbúa mikið af lyfrarpylsu (og keypti auka lifur til þess), þá varð ég að bjarga mér.
Vinkona á Akureyri kenndi mér að nota svokallaðar grysjur, sem maður fyllti af sláturefni, eða lifrinni. Þá þurfti ekkert að sauma, aðeins binda fyrir í báða enda.
Hef aldrei notað þessar gervivambir. En gamla handverkið við kindavambirnar má ekki tapast hjá þjóðinni.
Hefja sölu á vömbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.