Er réttlætanlegt að hafa þessa fjallgönguleið opna yfirhöfuð?

Þetta er alltof hættulegur ferðamannastaður. Og sem hefur tekið allt of mikinn toll, bæði af innfæddum sem og áhugafjallgöngumönnum.

Mér veður hugsað til foreldra þeirra Íslendinga sem eru nú staddir í grunnbúðunum. Hvernig ætli þeim líði, vitandi vits að 'börn' þeirra ætli á fjallið.

Það ætti að LOKA ÞESSU DÆMI á stundinni. Tveir Íslendingar fóru á fjallið 1988 og komu aldrei til baka. Það virðist ekkert geta stöðvað fjallgöngumenn. Anna þeirra fór á fjallið, þrátt fyrir að hann átti von á barni. Barni sem fékk aldrei að hitta pabba sinn.

Hugsaðu þér, t.d að ef einhverjar fjallaferðir hér á Íslandi væru svona hættulegar, þannig að innfæddir og áhugamenn væru að láta lífið við klifur og/eða á jöklum, sem væri hægt að telja á báðum fingrum, yrði eitthvað gert í málinu? Yrðu slíkar ferðir stöðvaðar?

Það eina sem ég veit, að ferðir á Vatnajölul hafa ekki verið stöðvaðar, þrátt fyrir óbeint dauðsfall af völdum falls í jökulsprungu hafi átt sér stað. Kannski þarf fjöldagröf til að eitthvað yrði gert í að stöðva svona svaðilfarir. - En ég veit ekki með Everest.

 


mbl.is Þurftu að hlaupa frá snjóflóðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband