18.4.2014 | 00:48
Hvað læra nemendur í "Yale World Fellows"?
Það sem mé finnst merkilegt, eða ómerkilegt, við þennan fréttaflutning, er að það kemur ekki fram
neitt um hvað þessi einstaklingur er að fara að læra. Bara að hún hafi komist að á einhver námskeið, og ekki síðan söguna meir. Það væri meiri frétt ef hún sjálf svaraði bloggum frá okkur og segði okkur hvaða námskeið hún hefði áhuga á að sækja í Yale og fleira. - En þetta er Ísland í dag: allt í fyrirsagnastíl - lítið innihald. :)
Þóra Arnórs á leið í Yale | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verum glöð að hún fann sér eitthvað til dundurs. Hún borgar þetta væntanlega með sínum peningum.
Það er jákvætt ef einstaklingur sér tækifæri í lífinu og grípur það... á eigin ábyrgð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2014 kl. 07:18
Þóra segir sjálf, að þetta séu ekki námskeið og ekki alvöru nám. Þetta er frekar svona "change of scenery" eða dund eins og Gunnar bendir á. Þetta er bara fréttnæmt af því að Þóra er landsþekkt.
.
Aðalatriðið er að hún fer í launalaust leyfi frá RÚV, sem er haldið uppi af skattgreiðendum nauðugum viljugum. Sama með Gísla Martein sem er heldur ekki að fara í alvörunám í Harvard, en mikilvægast að hann borgi þetta allt úr eigin vasa. Það var ekki í lagi fyrir nokkrum árum, þegar hann var borgarfulltrúi og fór út til náms (í Englandi, minnir mig). Þá kom inn varamaður á fullum launum, en það komst aldrei á hreint, hvort Gísli væri í launuðu leyfi eða ekki á meðan á Englandsdvöl hans stóð.
Pétur D. (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 17:27
Já, gott og vel, ég geri ráð fyrir að aðilar kosti sig sjálfir til náms. Gísli Marteinn fór í nám í borgarfræðum á sínum tíma. En vissulega er það jákvætt að fólk fari í hvrs konar nám; að vera í sama starfi árum saman er bara vísun á stöðnun. - Vonandi getur ný reynsla nýst fólki þegat það kemur aftur til starfa á Íslandi.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.4.2014 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.