31.1.2014 | 20:43
Er hvalabjórinn kannski einskonar sláturbjór?
Hvalabjórinn vakti athygli mína og keypti ég mér eina flösku af þessum þorrabjór fyrr í kvöld, en er reyndar ekki búin að smakka, þar sem hann er í kælingu í ísskápnum.
En ég velti fyrir mér hvort þau efni sem eru í bjórnum, hvalamjölið, sem er unnið úr þarmainnihaldi hvalsins, sé nokkuð verra en það efni sem notað er í slátur úr íslensku sauðkindinni. Þ.e. blóð, mör, og maginn sjálfur og annað.
En é hlakka til að smakka mjöðinn af hvalnum síðar í kvöld, í tilefni af þorranum 2013.
Þarmainnihald í hvalbjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarmainnihald er öðru nafni kallað „skítur, kúkur, saur etc.“
Þótt mér þyki blóðmör í vömb prýðilegur er ég ekki alveg viss um að mér fyndist fyndið að bæta hæfilegum skammti af skít saman við.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.