28.7.2012 | 23:22
Góð frétt af opnun Iceland
Gott að lesa jákvæða frétt á mbl.is varðandi opnun Iceland Jóhannesar. Vonandi tekst Jóhannesi að reka fyrirtæki án þess að vera böggaður af útrásarvísingum. Enda fyrirtækið byggt á erlendri fyrirmynd en ekki öfugt. Og líka gott að lesa frétt á mbl.is sem er ekki morandi í stafsetningar- og innsláttarvillum.
Og afsakið mig ef slíkar villur henda mig í þessu bliogi. (Þegar ég blogga hér, birtist letrið svo smátt, að ég á stundum erfitt með að lesa yfir. Annað hvort er talvan hjá mér með vírus, eða að maður verður að borga fyrir að blogga til að letrið sé í eðlilegri stærð, en það er önnur saga).
Margmenni við opnun Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvet alla sem ætla að versla við þessa næstu svikamyllu feðgana að lesa
http://www.guardian.co.uk/business/2012/jul/29/business-agenda-hsbc-insurance-iceland
Ekki trúi ég að fólk láti aftur plata sig.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 09:49
Þangað sækir hundurinn þar sem hann er kvaldastur.
Hörður Einarsson, 29.7.2012 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.