Vélhjólamaður og Ómar, hætt komnir - ýmsar fleiri slysagildrur á vegum úti

Ómar Ragnarsson í kröppum dansi við Skeiðavegamót. Það hefur komið í ljós, að vegaskilti skyggði á birfreið Ómars með þeim afleiðingum að bifhjólamaður lenti í slysi, þar sem hann hentist 50 metra af bifhjólinu, og hjólið sjálft sveit hátt í loft upp. Vegaskiltið var víst ólöglega staðsett við veginn, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slíklt. Skiltið var þannig staðsett, að það skyggði á bifreið Ómars, frá bifhjólinu séð, og að sama skapi skyggði skltið fyrir sýn Ómars inn á þjóðveginn, þannig að hann sá ekki bifhjólið koma aðvífandi. Og því fór sem fór.

 

Því miður eru alls konar svona slysagyldrur til staðar á landinu og ein þeirra er beint fyrir framan nefið á Umferðarstofu við Borgartún: Hringtorg nokkuð þarna er þakið háum trjágróðri, sem aldrei er klipptur, og gangandi gangandi vegfarendur sem ætla sér að ganga yfir gangbraut á móts við Umferðarstofu sjá illa hvort að aðvífandi farartæki er að koma fyrir hringinn á hringtorginu.

 

Sama gildir um birfreiðar sem ætla sér inn í hringtorgið: bifreiðar koma yfirleitt á miklum hraða fyrir “hornið” (eða réttara sagt rúnningin) á hringtorhinu og þar af leiðandi eru bæði bifreiðar og gangangi vegfarendur í hættu á þessum slóðum.

 

Hvar eru túlípanarnir?

Í tíð R-listans, voru í mesta lagi settir niður nokkrir laukar á hringtorg í Reykjavík og var það jákvætt. En í dag virðist stefnan vera að hvers konar gróðursæld á hringtorgum sé aðal málið, á kostnað vegfarenda.

 

Þetta er hættulegt. Það er helst yfir háveturinn að maður sjái fyrir “hornið” á hringtorginu, til að geta gengið yfir gangbraut án þess að eiga það á hættu að vera keyrður niður að aðvífandi bifreið

 

Í fyrravetur var ég stödd í strætó sem keyrð fyrir “hornið” á þessu hringtorgi á blússandi hraða og

mátti litlu muna að sá sem var að labba yfir gangbrautina, handan við hringinn yrði keyrður niður.

 

Sé alltaf eftir að hafa ekki rætt rækilega við strætisvagnabílstjórnan í það skiptið.

 

En auðvitað væri besti árangurinn í að tala beint við Umferðarstofu, til að benda þeim á aflaga skilti og gróður sem á engan rétt á sér. Eða hvað?

 

En risahávaxin tré í Borgartúni og t.d. svona gróður á hringtorgum sem liggja út úr borginni lofa því miður ekki góðu. Kannski þarf að koma til að stofna heimavarnalið til að mæta með trjáklippurnar á svona slysagildrur. Hver veit?


mbl.is Ómar hætt kominn við Skeiðavegamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband