21.6.2012 | 00:51
Hvað eru "dræmar kosningar" ??
Áhugavert að lesa tölfræði eldri forsetakosninga, og á fréttaritari hrós skilið fyrir þetta innlegg. Ég set spurningamerki við það sem hann skilgreinir sem "dræmar kosningar" þegar Vigdís bauð sig fram í annað skiptið þegar hún fékk mótframbjóðanda. Skv. fréttinni kusu 72% atkæðabærra manna í þessari forsetakosningu. Þetta er kannski dræmt, ef miðað er við að við ætlumst til að sem flestir kjósi í forsetakosningum.
En fróðlegt verður að fá upplýsingar um hver prósentan verður eftir næstu forsetakosningar, sem eru dagsettar laugardaginn 30. júní 2012.
Kjósa fleiri en 72% þeirra sem hafa kosningarétt núna, eða kjósa færri sem hafa þennan rétt?
Það verður fróðlegt að fá upplýsingar um tölfræði kosninganna að þeim loknum, í lok mánaðar.
Gegn forseta í þriðja sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fréttin segir að í kosningunum 2004 hafi Ólafur hlotið 37,9%, Baldur 9,9% og Ástþór 1,5%, sem gerir samtals 49,30%. Þá hefur einhver huldumaður hlotið 51.7% atkvæða og ætti því að hafa talist réttkjörinn forseti!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2012 kl. 01:36
50.7% átti þetta að vera.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2012 kl. 01:38
@Axel Jóhann Hallgrímsson
63% kusu, af þeim 63% skiluðu 20+% auðu eða 12.6+%. 50.7+12.6 = 63.3%, svo...
Gunnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 09:24
Furðulegt að nú er þessi frétt búin að vera á mbl.is í heilan dag án þess að gróf vitleysa hafi verið leiðrétt. Ólafur Ragnar fékk 85,6% gildra atkvæða í kosningunum 2004. 20,6% skiluðu auðu og kjörsóknin var 63%.
Bjarki (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.