Bandaríkjamenn á hálum ís

ef það er satt að þeir drepi meðlimi Al-Qaeda, án dóms og laga, með því að nota mannlausar flugvélar.

En mér finnst það ótrúverugt að Brennan, ráðgjafi Obama, upplýsi að þeir noti mannlausar vélar til slíkra verka. Ef BNA menn væru að þessu, þá væri það ríkisleyndarmál. En svo er það spurning hvaða upplýsingum aðilar leki í aðdraanda kosninga, til að þeirra maður héldi völdum.

 

En tæknin er þvílík, að það er ómugulegt að ráða í hvaða aðferðum þeir beita, ef fréttin er sönn, með ómönnuðum vélum.

Kannski er SR-75 vélin orðin úrelt hjá Könunum: en hún getur (gat)  flogið á þremur tímum til hvaða staðar í heiminum. Hún er búin mörgföldum skynjurum, tölvuvæddum rödurum, og leiserbúðani, svo eitthvað sé nefnt.

Hraði þessarar vélar hljómar eins og úr vísindaskáldsögu, og þessi vél er ekki ný af nálinni, þannig að það ætti ekki að koma á óvart að Ameríkanarnir séu komnir með mun fullkomanri mannlausr vélar. En þessi SR-75 hefur komist í 120 þúsund feta hæð, og hefur farið hraðar en Mach-5 (eða 5 sinnum hraðar en hljóðið). Sem sagt þessi vél kemst 3300 mílur á klukkustund. Hún getur flogi' frá Nevada til Norð-austur Rússlands og til baka á þremur klukkutímum. - En þessi vél er mönnuð (eða var).

Þannig að það kæmi manni ekki á óvart að tæknimenn (ekki endilega allt Ameríkanar) væru búnir að fullgera flugvél með slíka hæfni, en án þess að lifandi flugmaður þyrfti að stjórna henni. En þríir áhafnarmeðlimir voru við stjórnvölinn í SR-75 vélinni.

Að því er mér best skilst, þá var það Lockheed sem framleiddi þessar SR-vélar. En það er önnur saga.

En það er illt í efni að notaðar séu mannlausar vélar, eöa vélar almennt, til að ryðja hryðjuverkamönnum úr vegi, án dóms og laga. Ef þetta er staðreynd, er hætta á að svona vélar verði notaðar á aðra glæpamenn, eða annað, leynilega. Án dóms og laga. Og án þess að fórnarlamb fái hönd við höfuð reist.


mbl.is Nota mannlausar vélar til mannvíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er víst ekkert leyndar mál með þessar ómönnuðu vélar, þeir nota þær óspart í írak, hinnsvegar las ég á BBC um daginn að kaninn er alltíeinu að átta sig á því að þeir eru einir með þessa tækni í mjög stuttan tíma í viðbót. þeir eru farnir að hafa áhiggjur af því að önnur ríki fari að leika sama leik og þeir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 01:12

2 identicon

Bandaríkjamenn hafa oft þóst hafa yfirburðatækni. Samt virðast þeir eiga erfitt með að vinna stríð. Þeir töpuðu í Víetnam og eru að hrökklast frá Írak og Afganistan.

valdimar (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 01:40

3 Smámynd: Einar Steinsson

Þú ert væntanlega að meina Lockheed SR-71 "Blackbird" en hún er löngu orðin úrellt og var tekin úr notkun fyrir 14 árum (1998).

Það er kannski rétt að þessar vélar sem þeir nota séu ómannaðar en það þýðir ekki að það sé enginn flugmaður, hann er bara ekki lengur í flugvélinni heldur situr í öryggi einhverstaðar á jörðu niðri og fjarstýrir vélinni.

Einar Steinsson, 1.5.2012 kl. 10:55

4 identicon

Bara svo þú vitir það Ingibjörg, þá er fátt sameiginlegt með SR-71 og mannlausum vélum Bandaríkjamanna annað en að þær eru þyngri en loft.

Fyrstu mannlausu vélarnar voru reyndar notaðar til könnunarflugs líkt og SR-71, - smá-kríli með myndavél.

Hinar síðari eru notaðar til árása. Svo er og með flugskeyti, nema það er maður sem stýrir í gegn um tölvu og þarf að hlýða skipunum með hvað á að gera. Hann er hins vegar óhultur í sínum stól. Horfir í gegn um myndavélarauga og getur óhultur skoðað hlutina vandlega án áhættu.

Og meðlimir Al-kaída eru yfirleitt ekki fyrir dómi, frekar en fórnarlömb þeirra, enda erfitt að sækja þá. Nokkrir hafa þó náðst.

Flugskeytin fá hins vegar bara hnit til að hitta á, og svo fljúga þau eftir tölvusystemi.

Fjarstýrðu vélarnar eru tiltölulega hægfleygar, á meðan SR-71 er einhver mesti hraðahákur sem flogið hefur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband