28.12.2011 | 01:32
Atvinnuleysi? - Hvar eru Pólverjarnir?
Hef spurnir af fyrirtækjum sem hafa átt í erfiðleikum með að ráða starfsfólk til sín.
Hef einnig spurnir af því að fólk kjóisi frekar að vera á atvinnuleysisbótum, en að stunda vinnu á lágum launum. Sem eru litlu hærri en atvinnuleysisbætur, en margir átta sig ekki á að þeir geta hækkað launin sín meö næturvinnu.
En, eins og alltaf hefur verið staðreynd, þá getur fólk fengið vinnu ef það vill, ef það er til í að vinna "við hvað sem er."
Já, er það ekki áhyggjuefni, ef Vinnumálastofnun getur ekki fyllt upp í hin ýmsu störf sem eru í boði hér á landi, með því að senda atvinnuleitendur í viðtöl hjá fyrirtækjum sem skortir mannafl?
Kannski væri það þjóðráð að hreinlega auglýsa eftir pólverjum til vinnu hér á Íslandi. Ég hef komist í kynnni við nokkra, og þessir Pólvejar eru eftirsóttir af atvinnurekendum hér á landi. En því miður, margir þeirra fóru til annarra landa eftir hrun. eða hreinlega heim til sín. En ég sakna þeirra, enda gott vinnuafl og eru hressir og jákvæðir.
![]() |
Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.