22.12.2011 | 02:12
Manni brá aðeins - þegar stormurinn skall á ...
Já, þessi veðurfrétt stóðst, svo sannarlega. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið í gærkvöldi, þegar þetta skall á. Ég hafði reyndar verið að berja klaka fyrir utan hjá mér þarna um kvöldið, í rosalega fínu veðri. Og svo kom ég inn, og náði að horfa á tíu fréttirnar hjá Rúv, og svo allt í einu skallt á þvílíkt óviðri.
En þetta er bara Ísland,
Og ég verð bara að segja fyrir mig, að veðrið í allt haust hefur verið nokkuð skikkanlegt. Lítið hefur verið um svona rok, eins og skall á í kvöld. En haustið hefur einkennst af frosti og nokkurri sjókomu, en sem betur fer höfum við verið laus við rokrassinn, sem lét kræla á sér í kvöld.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla með von um "betri tíð" og vonandi að þetta með "rokrassinn" að hann hafi bara verið að óska okkur gleðilegra jóla, áður en að hann feykti sér héðan á haf út þar sem hann heldur sín jól. (Æ, æ, ég ætlaði mér ekki að óska þess að flutningaskip lentu í rokrassinum, en hann hlýtur að hafa einhverja hella neðansjávar, þar sem hann getur haldið sín jól, kallinn).
Stormviðvörun í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Norsararnir fóru miklu verr útúr ofviðrinu, svo og Svíarnir.
Björn Emilsson, 28.12.2011 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.