Ekki bara niðurföll - hálka og sundlaugar líka við hús.

Niðurföll eru stífluð, mikil hálka, og maður getur nánast lagst til sunds, þegar maður reynir að taka tilhlaup, sem gangangi vegfarandi, að innganginum að húsinu hjá sér. Ég lenti í þessu í kvöld. Það er brekka upp að húsnsæðinu og maður gekk í hálku og stórum polli.  - Ég tók mig til og fékk mér skóflu til að hakka klaka, til að veita pollinum í niðurfallið með lélegum árangri. Ketill með sjóðheitu vatni gerði smá gagn, sem samt ekki til þess að pollurinn hyrfi. - Ég ætlaði bara að hafa vaðið fyrir neðan mig, þegar ég færi sem gangandi vegfarandi út úr húsi á morgun.

Markmiðið er að komast leiðöar sinnar gangandi (þeir sem eru á bílum hafa litlar áhyggjur af þessu), á morgun, án þess að þurfa vöðlur eða gúmmíbát til að komast frá húsinu og yfir götuna. 

En svona er bara Ísland: snjókoma, frost og leysingar með stormum og illvirði, inn á milli.


mbl.is Fólk hugi að niðurföllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband