Frásögn Sigrúnar Pálínu nær langt aftur í tímann ...

Ég var með smá páskaboð fyrir mörgum árum, þar sem ég bauð nokkrum konum í kvöldverð. Einn boðsgestanna, var náin frænka mín, sem hafði verið alin upp í Noregi og Bandaríkjunum. En var á þessum tíma flutt til Íslands með foreldrum sínum, til að vera, eins og sagt er.

Ég man átarlið ekki nákvæmlega, en ég man fyrir víst að þetta var fyrir árið 1991.

Þessi góða frænka mín, sem er fædd um miðjan 7. áratuginn, og sem ég hafði ekki hitt oft fram að þessu, sagði mér/okkur í matarboðinu, að hún hefði verið nýlega í meðferð/námskeiði hjá erlendri konu sem hafði komið til Íslands, til að hjálpa konum sem hefðu orðið fyrir kynferðislegu áreiti. Að sögn hafði þessi frænka mín lent í gömlum kalli úti í Noregi, þegar hún var lítil stúlka. Og í sama samtali þetta kvöld, sagði hún okkur að í þessari þerapíu/námskeiði hefði verið kona sem hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ólafs Skúlasonar prests. 

Þess vegna kom mér kannski ekki svo mikið á óvart þegar Sigrún Pálína kom fram með ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni á sínum tíma.      

Óska Sigrúnu, Dagbjörtu og Stefaníu velfarnaðar, sem eru nafngreindar í fréttinni á mbl.is, sem og öðrum, t.d. skyldmennum Ólafs Skúlasonar, sem eiga ekki hvað síst um sárt að binda vegna þessa erfiða og viðkvæma máls.


mbl.is „Ákveðin viðurkenning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband