10.6.2011 | 00:10
Ísland alltaf vinsælt þegar skuldabréf eiga í hlut ...
... hver man ekki eftir 'jöklabréfunum' og krónubréfunum, eða hvaða nafni sem þau nefndust, sem voru gefin út í gríð og erg fyrir bankahrun.
En málið er, að t.d. stýrivextir í Bandaríkjunum hafa verið í algjöru lágmarki, og ná ekki einu prósenti að mig minnir, þannig að það hlýtur að vera akkur fyrir fjárfesta að kaupa íslensk skuldabréf í dag, á þessum hrun tímum á alþjóðamarkaði, á svo sem 'háum' 4,993% vöxtum.
Þetta er jákvætt fyrir ísleneska ríkið, svo framarlega sem það getur greitt þessi lán til baka. - En þetta eru ekki einu skuldabréf ríkisins sem hafa verið gefin út. Við verðum að taka tillit til þess: margir hér á landi hafa keypt íslensk ríkisskuldabréf á s.l. misserum. Þannig að ríkið er í skuld við ýmsa aðila hér á landi, sem og þessa nýju kaupendur að skuldabréfum þess.
Svo framarlega sem ríkið getur borgað afborganir af öllum þessum skuldabréfum, fer það ekki á hausinn.
En ef það verður í erfiðleikum með afborganir, kemur það hart niður á OKKUR SKATTBORGURUM. Einhvern veginn segist mér svo hugur um, að skattar og gjöld ríkisins fari bara hækkandi á næstu árum, til að ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar.
Það er mikilvægt fyrir okkur íbúa Íslands, að sjá einhvern sparnað ríkisins á næstu misserum til að vega upp á móti þessum lántökum.
En það er að tala í tómt eyra með því að nefna þetta. En geri það samt: draga úr kostnaði ráðuneyta og sendiráða. Það ætti að vera fyrsta skrefið.
Höfum það í huga.
Skuldabréfaútgáfa vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Gott innleg,og kvad tharf ad borga marga miljarda til baka?Thetta er vìtta hringur fyrir Islenska thjod.
Þorvaldur Svansson, 10.6.2011 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.