31.5.2011 | 01:49
Er þá ekki best að áfengið fari inn í apótekin, svona í leiðinni?
Nei, alveg örugglega ekki, því þessir þingmenn vilja geta haldið áfram að geta keypt sér sitt áfengi í ÁTVR eins og vanalega.Tóbak er ávanabindandi. Og fólk neytir þess, bæði í einrúmi og í sleskap með öðrum. Áfengi er ávanabindandi, og fólk neytir þess, bæði í einrúmi og í félagsskap með öðrum. Ríkið, aka ÁTVR, er með einkasöluleyfi á bæði tóbaki og áfengi. Ef takmarka ætti tóbakssölu, væri skynsamara að selja tóbak í ÁTVR, frekar en í apótekum.
Þessi þingsályktunartillaga ber greinilega með sér mismunun, og líklega felur hún í sér fordóma: þeir sem reykja tóbak verða að sæta strangari skilyrðum en þeir sem drekka áfengi.
Úps!
Ég viðurkenni að ég reyki sígarettur, og þó að ég eigi það til að reykja stundum á almannafæri, t.d. í strætóskýli, í húsadundum, eða undir húsgöflum (og reyni að forðast að menga andrúmslolft nærstaddra), þá lendir maður stundum í því á förnum vegi að drykkjumenn og læknalyfjasjúklingar verða á vegi manns. Slíkir einstaklingar loða aðallega við miðbæ Reykjavíkur, þar sem edrú íbúar, sem margir hverjir reykja tóbak, en bögga engan, verða töluvert fyrir barðinu á drykkju- og dópfólki. Þetta fólk er reyndar yfirleitt ekki með nein læti, en það er undir töluverðum áhrifum og það betlar peninga af fólki, sínkt og heilagt.
Ég sé fyrir mér, að ef bannað yrði með lögum að reykja á götum úti ... já hvað sæji ég fyrir mér? Einhver drukkinn eða dópaður færi að bögga mann, og ég reykingamaður, á förnum vegi, sem væri í útréttingum. Ég reykingamaðurinn/konan verð kannski stressuð vegna böggs drykkjumannsi og kveiki mér mér í rettu, á almanna færi. Þá væri ég að brjóta lög. En hvað með drykkjumanninn/dópistann? Sá, eða sú, er líklega í fullum rétti þrátt fyrir sína neyslu. Og bögg.
En ástandið í miðbæ Reykjavíkur er þannig, að þeir sem koma þangað sjaldan, eru ómeðvitaðir um það. Mig grunar að þingmenn og ráðherrar forðist miðbæ Reykjavíkur. Sé sjaldan þingmenn þarna nú orðið. Þetta eru ríkisstarfsmenn sem eru í áskrift að laununum sínum og búa flestir í fílabeinsturni.
En til að styðja dæmisöguna hér að ofan, ætla ég að deila með ykkur reynslu minni af uppákomu í miðbæ Reykjavíkur í byrjun janúar s.l. Og vil taka fram að ég kveikti mér ekki í neinni sígarettu í þessari ferð, en ef ég hefði kveikt mér í rettu þarna á skattstofunni hefði mér verið umsvifalaust hent út, en maðurinn sem kemur við sögu og sem var sauðdrukkinn, hefði verið látinn vera og fékk hann meira að segja að komast á klósettið á skattinum, þar sem honum var orðið mikið mál. En greinilegt er, að reykingamenn eru sett skör lægra en drykkju- og ef ekki uppádópaðir einstaklingar í þessu þjóðfélagi, í boði nokkurra þingmanna sem eru að vinna við aðgerðaráætlun um tóbaksvarnir. En hvað með drykkju- og læknadópsvarnir? En hér kemur reynslusaga mín úr miðbæ Reykjavíkur:
"Ég tók strætó niðrí bæ þennan dag, 3. janúar 2011, og finn að einhver er að elta mig
í Hafnarstræti. Og hann ropar, þar sem hann labbar þétt upp að mér.
"Greinilega drukkinn," hugsa ég með mér "og vonandi ekki á amfetamíni."
Og hann eltir mig alla leið upp á Skattstofu, þó að ég hafi reynt að rökræða við hann
á leiðinni, um að ég væri upptekin og ætti erindi við "Skattmann."
Hann vantaði greinilega félagsskap og vildi fara eitthvert að borða. Hann var eitthvað
gjammandi frammí uppi á Skattstofu, en var samt ekki með nein læti. Á meðan ég bíð
eftir afgreiðslu held ég áfram að reyna að rökræða við hann: um að ég væri
að fara í vinnuna og það væri dýrt að borða á veitingastað ... En peningar eru
ekkert vandamál hjá honum: hann væri í vinnu í Noregi og á góðum launum o.s.frv.
'Maðurinn er greinilega heima í fríi' hugsa ég með mér 'og er líklega búinn að
vera drukkinn frá því á gamlárskvöld' og spyr svo hvernig honum líkar við
Norsarana og svoleiðis ... Ekki kom neitt sérstaklega jákvætt svar við því hjá honum.
Þegar kemur að mér í röðinni, gef ég mér góðan tíma að fylla út eyðublaðið.
En er á sama tíma að hugsa um undankomuleið. Hann myndi hugsanlega elta mig
upp í strætó þegar ég færi heim, og svo beint upp að dyrum. Kannski kæmist
ég út bakdyramegin þarna á Skattstofunni og skrifa beiðni um það á
snepil sem ég fann í veskinu hjá mér: "Mér var veitt eftirför hingað.
Kemst ég út bakdyramegin hérna? Já eða nei?"
Held síðan áfram að einbeita mér að útfyllingu eyðublaðsins og verð svo
vör við að allt er orðið hljótt í kringum mig. Ég lít við og ég er eini
viðskiptavinurinn þarna inni. Enda komið að lokun, klukkuna vantaði ca.
þrjár mínútur í hálf fjögur. 'Kannski bíður hann eftir mér fyrir utan'
hugsa ég með mér. Beygi mig niður að glugga og teygi álkuna út, þarna uppi
á 4. hæð í Tollhúsinu. En ég kem sem betur fer ekki auga á kauða þarna
fyrir neðan. Líklega búinn að gefast upp á mér.
Um leið og ég rétti úr mér, segir starfsmaður bak við afgreiðsluborðið:
"Hann fór á klósettið."
Ég geng að afgreiðslunni, rétti honum eyðublaðið, og segi í flýti:
"Hann veitti mér eftirför hingað!" Og svo hraða ég mér út. Nú er ég
laus við kauða og vona bara að ég rekist ekki á hann þarna í bænum, þar sem
ég þarf að sinna nokkrum erindum áður en ég fer heim.
...
En ég verð bara að segja fyrir mig, að þessi ferð mín á Skattstofuna í
Reykjavík í Tollhúsinu þennan dag, verður mér minnisstæð. En ekki grunaði
mig þá, að þetta yrði mín síðasta heimsókn þangað, áður en smellt yrði í lás,
og starfsemin flutt upp á Laugaveg.
En ef alþingismenn ætla að gera drykkju- og/eða dópistum hærra undir höfði en okkur reykingamönnum, þá líst mér ekki á blikuna.
Er ekki kominn tími fyrir alþingismenn að stíga út úr fílabeinsturninum. Ég fer amk fram á það, enda er þetta starfsfólk á launum hjá mér.
Tóbak verði bara selt í apótekum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
´Sæl Ingbjörg! Hvað ég get verið smmála þér,þetta er ósanngjarnt og í raun vanhugsað. Meðan þetta blessaða dóplið sem hefur lent illa í klóm fíkninnar,er frjálst að ganga um og vera uppáþrengjandi,má ekki kveykja sér í cigar. Ég er party reykjari,en nenni ekki að fara út til aðreykja.frekar læt ég það vera,nema á arshátíðum U.B.K. Mér finnst skondið að selja sigarettur í apotekum. Gæti hugsast að reyk húsum verði komið upp. M.B.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2011 kl. 03:06
Takk fyrir þetta innlegg, Helga. Góð hugmynd um þetta með reykhús. Kannski er kominn einhver vísir að þessu nú þegar á veitingahúsum/börum. - En ef við förum skör lægra í svipuðu dæmi, að þá voru (og kannski eru ennþá) sérstakir hrákadallar víða í Peking, og nágrenni, fyrir þá Kínverja sem þurftu að spýta.
Fróðlegt væri að heyra frá einhverjum sem hefur verið úti í Kína nýverið, varðandi hrákadallana, og hvort Kínverjar reykji yfirhöfuð, og hvernign reykingum þeirra er háttað???
Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.6.2011 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.