Kraftmikil skrúðganga í Austurstræti

Var að koma út úr Landsbankanum í Austurstræti um kaffileytið í dag, þegar herskari af börnum gengu Austurstrætið og börðu bumbur í takt. Hvað er í gangi? Hugsaði ég með mér. Gat ekki greint orðaskil og reyndi að lesa á borðana barnanna.

Ég stóð þarna á tröppum höfuðstöðva Landsbankans. 'Kannski eru þau að mótmæla einhverju varðandi hrunið, eða jafnvel fyrrverandi eiganda Landsbankans.' Hugsaði ég með mér. Securitas maðurinn sem ég stóð við hliðina á þarna á tröppunum sýndi engin svipbrigði. Þannig að ég hætti mér ekki í neinar umræður við hann.

Skrúðgangan var löng, og ég sé eftir að hafa ekki verið með myndavélina á mér. En svo hætti ég mér út í skrúðhafið og gekk við hliðina á konu: "Eru þau að mótmæla einhverju eða fagna einhverju?" spurði ég. "Við erum frá Frístundaheimilum í Vesturbæ, og erum að fara í kassabílarallíkeppni á Ingólfstorgi." - Þar kom skýringin og ég óskaði þeim góðs gengis. Held að hennar flokkur hafi unnið í keppninni. Hún var blámáluð í framan.


mbl.is Kraftmiklir kassabílar kepptu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband