Skelfilegt að borgin hafi fjarlægt körfubolta körfu sem og

kastala og sandkassa.

Ég þekki ekki málavöxtu, en skv. fréttinni má skilja á viðmælanda að körfuboltakarfa, sem og sandkassi og klifurkastali hafi verið fjarlægð í Grafarvogi og jafnvel vegna kvartana eins íbúa (kannski fleiri). Skelfilegt að karfa sé fjarlægð nú, eftir að hafa verið uppi í áraug. Hver er eiginlega stefna borgarinnar gagnvart velferð barna- og unglinga? Eiga þeir að mæna göturnar á meðan foreldrarnir krefjast þess að hljóð sé í hverfinu á meðan þeir hlusta og horfa á fréttir og sápuóperur á öldum ljósvakans?

Eftir að hafa lesið þessa frétt, get ég ekki mælt með að Reykjavík sé barnvæn borg.

Nú þurfa krakkar virkilega að láta hendur standa fram úr ermum og mótmæla niðurtöku körfunnar sem og kassans og kastalans.

Næsta skref verður að gera skurk í að ýta á borgarstjóra og stjórn hans hjá borginni og krefjast þess að krakkar í Reykjavík geti notið þess að fá tækifæri til að leika sét úti og að borgin viðhaldi viðeigandi leiktækjum til þess og heimili að sama skapi leik barna á viðeigandi útivistarsvæðum, þ.e. rólóum og leiksvæðum sem eru í eigu borgarinnar. 

Kannski er næsta skrefið að krakkarnir í Grafarvoginum eiga þess ekki annars kost en að mæta með mótmælaspjöld niður í ráðhús uppúr hádeginu á föstudaginn í þessari viku. Tilefnið er nægilega mikið. 

ÁFRAM GRAFARVOGSKRAKKAR!!!!


mbl.is Mótmæli í Grafarvogi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband