Var tarantúlan ekki bara vespa, þarna í strætó?

Las frétt í kvöld um að farþegi í strætó hefði séð tarantúlu í vagninum. Enginn annar hafði komist í tæri við tarantúluna. Var þetta bara ísnensk köngurló eða bara vespa?

En við lestur fréttarinnar rifjaðist upp fyrir mér strætóferð í fyrrasumar, þar sem geitungur einn fór mikinn í strætisvagni sem ég tók frá miðbæ Reykjavíkur á leið heim. Vespan var á vappi þarna í vagninum og tók sér stæði nálægt stórum og stæðilegum karlmanni þarna í vagninum. Ég forðaðist vespuna, sem og aðrir þarna.

En ferð vespunnar í vagninum tók sem betur fer enda, vegna skjótra viðbragða tveggja kvenna þarna í vagninum, sem voru greinilega vanar að fást við slík kvikindi. En þessar valkyrjur voru nýbúar, þó að ég viti ekki hvaðan þær komu (kannski Filipseyjum eða Thailandi). Á örlagastundu, tók önnur þeirra skóinn af sér og hafði kvikindið undir með skósólanum, alls óhrædd við slíka atlögu. Dýrið var dautt. 

Ég hugsaði með mér: þær eru greinilega vanar að fást við alls konar kvikindi, enda man ég eftir að konur niðri við Miðjarðarhaf, þegar ég bjó þar, notuðu einmitt slíka aðferð við að losa sig við alls konar pöddur og viðlíka ófögnuð. Fólk í þessum löndum elst upp við alls konar ófögnuð og lærir að bjarga sér og harður skósólinn er greinilega besta vopnið.

En við hér, landinn, erum óvön, og eigum kannski eftir venja okkur við að þora að kremja kvikindi í stað þess að æpa og veina undan þessum kvikindum þegar þau birtast.

En eftirfarandi er bútur úr fréttinni á DV:

"„Það er búið að tala við alla vagnstjórana og kanna þetta allt saman og það kannst enginn við þetta,“ segir Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó. DV.is leitaði viðbragða hjá honum vegna fréttar frá því í gær af Marcel Wojcik sem segist hafa fundið stærðarinnar tarantúlu í sætinu við hliðina á sér þegar hann ferðaðist með leið sex í gærdag.

„Okkar fólk talar líka við þennan mann en allar tímasetingar sem hann gaf upp og annað, þær fást ekki staðist. Hann talar um að hafa tekið vagninn á einhverjum ákveðnum tíma á Hlemmi og þá er engin sexa þar,“ segir Reynir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband