Fyrir hverja er Vilhjálmur Egilsson málpípa?

Hann segir, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, "að málið klárast ekki nema við sjáum til lands í sjávarútvegsmálunum ..." Kjaraviðræður virðast vera að fara á ís vegna sjávarútvegsmála. Látum þetta þá bara fara á ís. Því nú eru nokkrir orðnir hræddur um sinn hlut.

En það eru landsmenn, almenningur í landinu, sem eru orðnir enn hræddari um sinn hlut, vegna hækkaðra skatta og ýmissa gjalda og þeir hinir sömu sem hafa verið hlunnfarnir af stjórnvöldum um eignarhlut í auðlindum þessa lands: fiskiveiðikvótanum.

En sá hinn sami kvóti, hafa atvinnurekendur ákveðið að gera að Akkilíesarhæl í komandi samningaviðræðum um launamál á næstunni. Þeir hinir sömu sem fengu kvótann færðan sér á silfurfati frá spilltum stjórnmála-atvinnu-fíklum hér um árið.

Nú er pattstaða í þessu máli, og þeir sem eru í forsvari fyrir samningaumræðum um næstu samninga, eru hugsanlega leppar, hlaupadrengir eða jafnvel málpípur fyrir kvótakarla, sem eru farnir að óttast sinn hlut.

Jóhanna þegir sem gröfin.

Umræðan í þjóðfélaginu er að verða hávær um að stjórnvöld skili kvótanum til íslenska lýðveldisins og leigi síðaj kvótann út. 

Núverandi, og vonandi fyrrverandi, stjórnmálamenn, eru að vakna upp við vondan draum, eftir rán fyrrverandi stjórnarherra í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki á þessari þjóðarauðlind OKKAR með lagasetningu þar sem kvótinn rann beint í fang nokkurra útgerðarkarla og kvenna (og nokkrir þeirra sátu báðu megin við borðið), án þess að almenningur fengi tækifæri til að blikka auga.

Nú líður ákveðnum einstaklingum, sem eru atvinnurekendur, illa. Vegna þess að þeir vita ekki hvar þeir hafa Jóhönnu. Og Jóhanna veit, og Jóhanna veit mæta vel um vilja landsmanna þess efnis að þjóðin endurheimti kvótann, þannig að hann verði gerður að þjóðareign.

Nú er tími Jóhönnu að koma. En ég, sem og aðrir, veit ekki í hvorn fótinn hún stígur. Hennar tími kemur. En í hvorn fótinn sem hún stígur ... skiptir ekki máli, þannig. Vegna þess að það verður allt vitlaust, hvort sem það verður sá vinstri eða hægri.

Jóhanna er atvinnupólitíkus. En spurningin er: ætlar Jóhanna að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins fái sínu framgengt eða vill hún gera þjóðinni í heild sem mest gagn?


mbl.is „Alþýðusambandið hrökk frá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vilhjálmur er frekar ódýr mella fyrir LÍÚ. Ekkert meir um það að segja.

Guðmundur Pétursson, 26.1.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband