23.1.2011 | 01:01
Þurfa dómstólar kannski að nota eldri aðferðir við dauðarefsingu?
Dauðarefsingar hafa alltaf sætt gagnrýni. Og sú gagnrýni á rétt á sér.
Þetta er viðkvæmt málefni. Og alltaf er spurning um hvort réttlætanlegt er að taka einstakling af lífi sem hefur framið glæp. '
Á Englandi til forna voru menn limlestir á torgum úti, þar sem þeir voru settir í togvélar og gapastokka, og útlimir þeirra smám saman togaðir af búknum.
Glæpamenn voru hálshöggnir og hengdir áratugum saman. Ekki er langt síðan að yfirvöld í Líbanon tóku upp á því aftur að hengja glæpamenn aftur, eftir nokkurt hlé. Og eftir því sem mig best minnir voru glæpamenn hengdir í Englandi allt fram á 6. áratug síðustu aldar.
Hér á Íslandi tíðkaðist það t.d. að drekkja konum á Þingvöllum. Man ekki nákvæmlega fyrir hvað. Fróðlegt væri ef einhver sem les þetta, væri til í að rifja þau mál upp fyrir okkur.
Og í Bandaríkjunum máttu glæpamenn búast við dauðarefsingum vegna morða og öðrum hryllilegum glæpum hér fyrr á árum. Refsingunni var fullnægt með því að sá hinn sakfelldi var sendur í rafmagnsstólinn.
Síðar tók "dauðasprautan" við. Þannig að gamli rafmagnsstóllinn hefur verið í hvíld. En þessi rafmagnsstóll var gerður ódauðlegur í skáldsögu/mynd frægs bandarísks skáldsagnahöfundar, sem heitir "Græna mílan."
En nú vaknar sú spurning, vegna þessarar fréttar, um að lyfjafyrirtæki í Evrópu, ætli liklega að fara að hætta að senda lyf sem notuð eru í dauðarefsingum, til Bandaríkjanna.
Hvað gera Kanar þá? Munu þeir endurvekja gamla rafmagnsstólinn ("old Sparky" minnir mig aö hann væri kallaður í skáldsögunni, og jafnvel raunveruleikanum).
Eða verða dauðarefsingar afnumdar að fullu og öllu í Bandaríkjunum?
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu málefni á næstunni!
Skortur á lyfi til dauðarefsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvenfólk var sett í hylinn fyrir að eignast börn utan hjónabands. Eitthvað segir mér að færri hafi lent í hylnum en lög kváðu á um. Bara persónuleg tilfinning.
Annars veit ég ekki af hverju kaninn þarf nauðsynlega *þetta* ákveðna lyf. Það er enginn sérstakur skortur á bráðdrepandi efnum sem má nota í staðinn.
Í Utah mega menn ráða hvort þeir eru sprautaðir eða skotnir. Einn komst í fréttirnar fyrir skömmu fyrir að velja seinni möguleikann. (Þeir velja sjálfir.)
Ásgrímur (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 01:33
Áhugavert. Líklega lentu færri í hylnum vegna þess að það var hægt að redda málunum fyrir horn í tíma (finna karlmann sem gekkst væntanlegu barni í föðurstað).
Kannski heldur Kaninn það að framfylgja dauðadómi með sprautu, sé mannlegra en önnur efni sem þú vitnar í, eða nota rafmagnsstólinn. Er samt ekki hissa á að þessi í Utah hafi valið seinni kostinn: bæng, bæng: og það er búið.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 25.1.2011 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.