20.1.2011 | 00:49
Náttúran segir til sín meðal njósnara og lífvarða, sem og annarra sem eru mannlegir ...
Man ekki betur en að blaðakonan Patty Hearst hafi gengið í hjónaband með lífverði sínum, á sínum tíma.
Var svo ekki norska prinsessan að ganga í það heilaga hér á dögunum með 'fyrrverandi' einkaþjálfara sínum?
Njósnarar fara ekki til starfa með það að markmiði að giftast andstæðningnum. Þetta bara gerist: maður verður hrifinn af konu, og öfugt. Aöstæður og málefni spyrja aldrei um ást og örlög: karl og kona kynnast við hinar ýmsu aðstæður og ákveðin nánd dregur þau saman.
Man einhver eftir fleiri dæmum um þegar svart & hvítt hittust, sem gaman væri að rifja upp?
Þetta er líka þekkt þema í stjórnmálunum. Kona sem var í Kvennaframboðinu féll fyrir Sjálfstæðismanni, og gekk sú hin sama í Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju? Jú til að þóknast karlinum. En hún fór greinilega ekki fram á að karlinn gengi til liðs við Kvennaframboðið.
Svo eru ófá dæmi úr Hollywood um að leikara-eiginkonur taki saman við lífvörðinn í villunni með sundlauginamm eða jafnvel gluggaþvottamanninum, með ýmsum árangri. Og þarf ekki Hollywood-lið til; þetta þekkist í öllum samfélögum.
´Ástin spyr sjaldanast um stétt.´
Njósnari giftist viðfangsefni sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Facebook
Athugasemdir
Já og allar myndirnar af 007 sofandi hjá hverju pilsi.
Sigurður Haraldsson, 20.1.2011 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.