Tunglið og jörðin, áhugavert ...

Ég er alltaf að reyna að læra eitthvað meira um þetta himintungl, sem ég veit svo lítið um, þannig. Hvað þá sjávsarstöðu á næstu mánuðum.

En ég á lítið barnabarn, 2ja ára, og sem hefur mikinn áhuga á tunglinu. Eftir að barnið fór að sýna tunglingu áhuga, fór ég líka auðvitað að pæla í gangi þessa himingungls. Í hvert skipti sem hann kemur í heimsókn, þarf ég að fara með hann í alla glugga til að leita að tunglinu.

Núna er vaxandi tungl, og þá sést máninn frekar hátt á himni og frekar snemma kvölds. Þá er gaman að fara með litla guttann út í glugga, eða út á svalir, til að hann geti horft á mánann (eða karlinn í tunglinu).

Svo kemur tímabil minnkandi tungls, og máninn kemur seinna og lægra upp á himinhvolfið á kvöldin. Þá er ekki hægt að sýna litlum gutta tunglið útum gluggann. Þá segi ég bara "tunglið er bak við fjallið" (Esjuna) og sá litli er líka í þeirri trú að tunglið sé bara sofandi.

Nú er Landhelgisgæslan að vara við óvenju hárri sjávarstöðu við fullt tungl nú í janúar sem verður hér í vikunni. Þannig að þeir sem búa nálægt sjó eða vatni ættu að hafa varann á næstu vikunna.


mbl.is Óvenju há sjávarstaða eftir fullt tungl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband