18.12.2010 | 00:45
Man ekki eftir svona veðri síðan í jan. 2000, það var mun verra ... en
... en þá fékk ég það verkefni að bera út DV fyrir vinkonu mína sem skellti sér á sólarströnd um jól og áramót. Þetta var á föstudagskvöldi um miðjan janúar 2000, en ég skuldaði henni einn útburð og vaninn var að bera út helgarblaðið á föstudagskvöldi, sem og ég erði. Er ég var nýbyrjuð útburðin skall á þetta þvílíka ofsaveður, að ég átti fótum fjör að launa. Ég þurfti að halda í hveja þá girðingu, ljósastaur eða eitthvað haldbært sem varð á vegi mínum, er ég gekk milli húsa. Ég ætlaði mér að klára útburðinn, hvað sem það kostaði, og á endanum kom ég öllum blöðunum til skila.
Veðrið var þvílíkt ofsafengið, en veðrið í kvöld hefur ekkert verið í líkingu við 2000 veðrið þó að ég hafi faðmað ljósastaur aðeins til halds og trausts, eftir að ég steig út úr strætó um kl. 18 í kvöld.
En það sem kom mér í opna skjöldu varðandi ofsarokið í kvöld, var að ég settist út á lokaðar svalir hjá mér um kl. 20:30 í kvöld til að fá mér smók. Ég var ekki búin að sitja þarna nema í nokkrar sekúntur, er stór hlunkur lenti á svalaglugganum. Sem betur fer án þess að brjóta rúðuna.
"Hvað var þetta?" hugsaði ég með mér. Þetta var stórt og þungt. Eg kíki niður og sé hálfan múrstein eða steiptan stein liggja á gangstéttinni. Ég klæði mig strax í jakka og set upp hanska og hleyp út til að hirða sönnunargagnið. En þar var horfið þegar ég kom út.
Ég fór svo aftur út stuttu síðar til að leita í kring. En hlunkurinn var á bak og burt. Það virðist með ólíkindum hversu þungir hlutir geta tekist á loft í þessu roki, sérstaklegar það sem vindhviður eru miklar, sérstaklega á milli húsa.
Fólk þarf greinilega að gæta þess að hafa ekki neina lausa hluti á lóðinni hjá sér í svona óveðrum.
Þakið á Eden að losna, flotbryggja í sundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.