En hvað var verkefni varðskipsins Ægis?

Mér finnst vanta í fréttina af varðskipinu Ægi sem kom heim í kvöld eftir sex mánaða útiveru í Miðjarðahafi og við Senegal: hvað var skipið að gera þarna niðurfrá?

Ég samgleðst vissulega fjölskyldu bátsmannsins Guðmundar Stefáns Valdimarssonar, sem heimti hann eftir sex mánaða útiveru í Miðjarðarhafinu.

En spurningin sem stendur eftir: hvað var skipið og áhöfnin að gera þarna niðurfrá?

Spyr sá sem ekki veit :) - Afsakið fáfræðina.


mbl.is „Gott að vera kominn heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Nokkrum mínútum eftir að ég sendi þetta blogg, heyrði ég í 10 fréttum í sjónvarpi RÚV, að skipið hefði verið eitthvað að sigla fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins (en náði ekki öllum liðum um verkefni skipsins). En það kom fram í fréttinni að ein kona hafði verið um borð  og var hún jákvæð í garð strákanna um borð. Hvað annað!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nú leigjum við allt úr Ingibjörg. 

Spurning hvort ekki vantar ráðamenn þarna niður við Afríku?

Viggó Jörgensson, 28.10.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband