26.10.2010 | 00:25
Ekki æskilegt að draga frambjóðendur í dilka eins og eyrnamerkt sauðfé.
Það gat verið að landskjörstjórnin færi í það að hjakka í sama gamla kosningafarinu og ætla að fara að flokka frambjóðendur eftir kjördæmum og aldursbilum.
Halló, kommon! Hér er um einstaklingsframboð að ræða. Og kjördæmi skipta ekki máli hér, nema í sögulegu samhengi, en það getur beðið betri tíma.
En í þessari frétt mbl. segir m.a. "Þá segir að landskjörstjórn muni innan tíðar birta frekari upplýsingar um frambjóðendur, þ.á m. um skiptingu þeirra eftir kjördæmum og aldursbilum."
Ég sem kjósandi, og sem ætla mér að mæta á kjörstað í þessu tilviki, mun hvorki kjósa einstaklinga m.t.t. búsetu, aldurs, né kyns.
Mín vegna getur landskjörstjórn sparað sér vinnu við að kjördæma- aldurs- og kyngreina frambjóðendur.
Ég hef áhuga á málefnaskrá frambjóðanda varðandi stjórnlagaþingið. Hvorki búsetu, aldri, háralit né bifreiðaeign (ef einhver), svo ég nefni eitthvað.
Það er miklu mikilvægara í þessu sambandi að landskjörstjórn komi sem fyrst á framfæri gagnlegum upplýsingum til landsmanna varðandi alla frambjóðendur, þannig að við Íslendingar getum farið að íhuga hverja við óskum eftir að kjósa. Vegna þess að við ætlum að kjósa EINSTAKLINGA.
Mikilvægt er fyrir alla væntanlega kjósendur að við fáum upplýsingar sem allra fyrst um alla frambjóðendur, þannig að við getum byrjað á væntanlegri kosningavinnu okkar. Og bara skítt með það að draga fólk í dilka eins og hvert annað sauðfé.
523 í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er að mínu áliti ólöglegt áróðursbragð hjá Landskjörstjórn að fara að flokka frambjóðendur eftir kjördæmum og aldri.
Ég finn þessu engan stað í lögunum um kosningar til stjórnlagaþings.
Það stendur einungis að dómsmálaráðuneyti eigi að útbúa kynningarefni um frambjóðendur. Þar er ekkert talað um flokkun eða þess háttar.
Á þá að flokka alla lögfræðinga í einn flokk þannig að fólk geti bara kosið eintóma lögfræðinga eða hvað.
Hverslags eiginlega er þetta?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.