19.10.2010 | 00:10
Frakkar kunna þetta ... þ.e. að mótmæla.
Ef einhverjir kunna að mótmæla stjórnvöldum almennilega, þá eru það Frakkar. Mér er alltaf minnisstæð mótmæli bænda snemma á 8. áratugnum: þeir mættu í tugum og helltu úr mjólkurbrúsum sínum á stræti stórborgarinnar, París.
Hef sjálf upplfað að taka þátt í göngu í París til að þrýsta á stjórnvöld til að liðka fyrir ákveðnum innflytjendahóp. Veit ekki hvort Sígaunarnir hafi farið í slíka þrýstigöngu nýlega. En núna er verið að hrekja þá úr landi. Það eru fleiri Evrópuþjóðir sem hafa farið slíka leið í gegnum tíðina. T.d. Þýskaland sem reyndir að hrekja ákveðna Afríkubúa úr landi fyrir um áratug.
Held að öll Evrópa sé á villigötum varðandi innflytjendamál.
Það þarf að koma þessum málum á hreint í Evrópu. - En þetta er auðvitað óskylt málefni bloggsins varðandi mótmæli Frakka vegna eftirlaunastefnu Sarkósís & co.
Óþefur yfir Marseille | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.