Þingmaður rembist eins og rjúpa upp við staur ... og horfir bara til himns ...

Einar Kristinn Guðfinnsson semur fyrirsögn í bloggi sínu sem hljómar svo: "Ákærurnar eru fáránlegar."

Bíðið aðeins við: hvaða ákærur?

Mig grunar að þingmaðurinn sé að vísa í að hugsanlega verði einhverjir ráðherrar, sem voru/eru líka ennþá þingmenn, verði hugsanlega ákærðir vegna vanrækslu í starfi. Það hefur enginn verið ákærður ennþá, þannig að yfirskrift bloggs Einars er fáránlegt. 

Ef þessi þingmaður heldur að hann sé eitthvað númer og heldur að geti haft einhver áhrif á að samstarfsmenn hans verði ekki ákærðir, þá er það hans mál.  

En téður þingmaður virðist vera mjög svo sannfærður um að einhverjir ákveðnir þingmenn verði ákærðir, þar sem hann segir: "Ég er alveg sannfærður um að þær ákærur sem nú er verið að leggja fram eru rangar ..." 

Þessi Einar Kr. G. virðist vera skíthræddur. Veit hann kannski eitthvað meira en við? Er það þá í burðarliðnum (eða pípunum eins og sagt er) að það sé verið nú þegar að leggja drög að ákærum á hendur ákveðnum aðilum á lögfræðistofum hér úti í bæ, eða hvað?'

Ég get ekki lesið annað í orð bloggarans en þetta. Hann virðist vita ýmislegt.

 

Bloggarinn aðhyllist eftiráspeki. Góð tilraun til nýyrðasmíði. Hingað til hefur þetta kallast að vera vitur eftir á.  Það vita flestir heilvita Íslendingar, að ráðherrar sem voru við völd á árinu 2008 stungu viðvörunarskýslu undir stól/hundsuðu hana og flutu sofandi að feiðarósi.

 

Það er alveg rétt hjá bloggaranum að "stjórnvöld hefðu getað staðið sig betur" en þau gerðu það ekki. Ríkisstjórnin var meira og minna passív. Lykilráðherrar hlustuðu ekki á nein varnaðarorð sem komu utanfrá. Utanríkisráðherranum var mest í mun að tryggja sér sæti í einhverju öryggisráði, eða hvað þetta nú heitir.

Ráðherrar ríkisstjórnar sem voru við völd árið 2008 voru sljóir og lögðu sig á engan hátt fram í þágu lands og lýðs. Þetta verður alltaf ríkisstjórn í huga okkar landsmanna þar sem einstaklingar hennar voru á einkaflippi. 

Ríkisstjórnin aðhafðist ekki neinn skapaðan hlut, þrátt fyrir ýmis viðvörunarljós varðandi banka- og fjármálakerfið.

Mikilvægt er að dusta rykið af skýrslunni sem var stungið undir stól, varðandi stöðu bankanna, þ.e. skýrslunni sem stjórnsýslan fékk í hendur fyrri hluta árs 2008. Hef því miður ekki heimildir til að vitna nánar í skýrsluna og man ekki hvaðan hún kom, en minnir að hún hafi verið frá Bretlandi.

En téður bloggari, Einar Kr. Guðfinns, bloggar samt um hið gagnstæða:

"En að halda því fram að þeir ráðherrar sem stöðugt reyndu að bregðast við hinum hrikalegu vandamálum á árinu 2008 og lögðu þar nótt við dag langtímum saman séu nú orðnir sekir er fáránleg vitleysa, stenst enga skoðun og væri hent út af borðinu á fyrsta degi í íslenskum sakamálarétti." 

Við munum spyrja að leikslokum. Almenningur í þessu landi á eftir segja sína skoðun með rödinni eða hvers kyns búsáhöldum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband